Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 11
skóla. Verkefnið er ekki einfalt, en það er mjög skemmtilegt og krefjandi að takast á við. Mér finnst þurfa að vera gott samstarf foreldra og skólans. Foreldrar eiga fulltrúa í skólaráði og skólanefnd og það eru ýmsar fleiri leiðir til sam- skipta. T.d. var hér haldinn skólafundur með þjóð- fundarsniði fyrir um tveimur árum, sem margt gott kom út úr. Ég vil vera í góðu samstarfi við foreldra og vil bregðast skjótt við ef ábendingar koma um eitthvað sem betur mætti fara í skólastarfinu. Nemendum hefur aðeins fækkað í skólanum, núna eru 91 í Reykholti, þar með talin börnin úr Gríms- nesinu í efstu bekkjunum, og 33 í Grunnskólanum á Laugarvatni. Svo eru 18 börn í Leikskóladeildinni á Laugarvatni. Fjöldi í hverjum bekk er mjög mismun- andi, t.d. er aðeins einn nemandi í bæði 1. og 10. bekk á Laugarvatni. En að meðaltali eru 10 til 12 börn samanlagt í árgangi í skólanum. Mér finnst nemendur almennt mjög áhugasamir og metnaðarfullir hér og það er gaman að vinna með þeim. Markmið mitt er að gera góðan skóla enn betri og efla skólastarfið og samskipti og samstarf við for- eldra. Draumurinn er að öllum líði vel í skólanum, kennurum og nemendum í starfi og leik. Ég vil að lokum þakka fyrir hve vel var tekið á móti mér hér, það er ekki sjálfgefið. Mér finnst mjög gott að vera hér og finn að það er ekki verra að vera ættuð héðan úr Tungunum! Að þessu mæltu þakkar blaðamaður Hrund fyrir skemmtilegt spjall og óskar henni farsældar í starfi sínu sem skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar. G.S. Litli-Bergþór 11 stöðum eins og hér, í Reykholti og á Laugarvatni. Og í haust sameinaðist leikskólinn á Laugarvatni líka grunnskólanum þar. Það var ákvörðun sveitarstjórn- ar og er skemmtilegt verkefni og á vonandi eftir að skila góðum skóla. Þarna er kraftmikið starfsfólk og góður stöðugleiki. Það er í gangi nafnasamkeppni um nýja skólann og vonandi kemur gott nafn út úr því. Nú er líka ný aðalnámskrá að taka gildi og það kallar á nokkrar breytingar í skólastarfinu. M.a. gjörbylt- ingu í námsmati. Þar er tekið á sjálfbærni, sköpun, víðara læsi, - þ.e. ekki bara bóklestur heldur læsi á samfélagið allt, o.m.fl. Næstu ár munu fara í að aðlagast nýrri námsskrá, við erum enn að kynna okkur hana og ræða. Í gær var ég t.d. á þingi með hundruðum skólafólks þar sem nýja námsskráin var krufin og rædd. Stóra málið í Grunnskóla Bláskógabyggðar núna er samt sameining grunn- og leikskólans á Laugarvatni. Það voru ráðnir tveir nýir deildarstjórar, þær Steinunn Margrét Larsen, Núpstúni Hrunamannahreppi, og Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir, Hvammi Hruna- mannahreppi, sem tóku við af Sigmari þegar hann hætti. Í vetur hef ég farið einn og hálfan dag á Laug- arvatn í hverri viku. Mér finnst nauðsynlegt að vera í góðum tengslum við skólann á Laugarvatni ekki síður en hér í Reykholti. Sem utanaðkomandi hefur mér fundist vera ansi skýr lína milli Laugarvatns og Biskupstungna og ekki mikill samgangur. En eitt af stærstu baráttumálum mínum er að börnin finni sig vera í sama skóla. Þau eru bara í sitt hvorri kennslustofunni, annarsvegar í Reykholti og hinsvegar á Laugarvatni. Þetta er ekk- ert öðruvísi en í stærri skólum þar sem eru margir bekkir í hverjum árgangi. Börnin eru samt í sama Hestaferð í Haukadalsskógi.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.