Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 10
10 Litli-Bergþór bankanum og í sjoppunni í Fossnesti í mörg ár. Svo hef ég unnið á bar í Inghóli og á Útlaganum á Flúð- um, auk þess að vinna við garðyrkju á Laugarvatni og á Flúðum. Það er lærdómsríkt að kynnast mörgum starfsgreinum og mörgu fólki. Ég var send í sveit sem barn og unglingur, en ekki í Tungurnar. Systkini mín voru hinsvegar í sveit hér, Sigþrúður í Miðdalskoti hjá Dúnu frænku og einnig í Leyni, og Valli í Gýgjarhólskoti og Gýgjarhóli. Ég fór hinsvegar að Hjarðarbrekku á Rangárvöllum frá 11 til 15 ára aldurs. Þar var þá stundaður blandaður búskap- ur. L-B: Segðu mér frá fjölskyldu þinni. Fjölskylda mín er ekki stór, ég á einn son sem er 21 árs og heitir Hörður Jóhannsson. Hann býr enn heima, en leigir nú á Selfossi og bakar pitzur á Dom- inos, meðan hann ígrundar hvað hann vill gera í lífinu. L-B: En áhugamál? Áhugamálin eru mörg. Ég á hesta og hef gaman af því að ríða út mér til skemmtunar, moka skít og kemba eða bara sitja og horfa á hestana éta og vera í samvistum við þá. Mér finnst líka gaman að fara í hestaferðir og hef gaman af því að horfa á kappreiðar og fara á landsmót, en keppi ekki sjálf. Það er ekki mín deild. Ég er með hestana í hesthúsi hjá Sigurlínu frá Fellskoti, en á sumrin eru þau í Holtakotum hjá Valla bróður. Svo syng ég í þremur kórum, þannig að þrjú kvöld í viku fara í kóræfingar. Ég er hér í Skálholtskórnum og svo í Uppsveitasystrum og í Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasóknar. Ég hef aldrei hætt að syngja þar síðan ég bjó á Flúðum, enda er það með kóra eins og annað félagsstarf, góður félagsskapur er stór partur af ánægjunni sem maður vill ekki missa af. Ég spila blak tvö kvöld í viku og hef gaman af öllu íþróttastarfi, þá ekki síður að stússast í kringum það og fylgjast með. Ég prjóna líka mikið, get ekki setið fyrir framan sjón- varp án þess að vera með eitthvað á prjónunum. En skólinn er þó auðvitað mitt aðal áhugamál og hlutverk. L-B: Hvernig líkar þér svo nýja starfið hér sem skólastjóri? Ástæða fyrir því að ég sótti um skólastjórastöðuna hér í Bláskógabyggð var að mig langaði að komast aftur í sveitasamfélagið og ég er mjög sátt við að hafa fengið þetta tækifæri og finnst gott að búa hér í Reykholti. Skólastjórastarfið er margslungið og fjölbreytilegt starf, ekki síst þegar skólinn er rekinn á tveimur Stórfjölskyldan: Standandi fyrir aftan, talið frá vinstri: Ólöf Björk Sigurðardóttir, Hörður Jóhannsson, Hrund, Kári Valgeirsson, Jakob Unnar Sigurðarson, Sigríður Runólfsdóttir, Brynja Valgeirsdóttir, Valgeir Harðarson, Sigurður Örn Jakobsson, Auður Magnea Sigurðardóttir, Sigþrúður Harðardóttir. Sitjandi fyrir framan Ólöf Karlsdóttir og Ólafur Sigursveinsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.