Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7
Kjörstaðir í Bláskógabyggð voru í Reykholtsskóla og
á Laugarvatni. Kosningaþátttaka var dræm en betri en
víðast hvar annars staðar eða rúmlega 50 prósent.
Í byrjun nóvember kom út matreiðslubókin „Orð,
krydd og krásir“ eftir þær Kristínu Þóru Harðardóttur
frá Lyngási í Laugarási og sr. Sigrúnu Óskarsdóttur
frá Laugarvatni. Í bókinni er brugðið ljósi á mataræði
Jesú Krists og annarra sem við sögu koma í Biblí-
unni.
Árleg sultukeppni var haldin í Bjarkarhól Safna-
helgina 2. til 4. nóvember. Sigurvegarar voru Sigur-
laug Jónsdóttir fyrir bestu sultuna, Sigurjón Sæland
fyrir hollustu sultuna og Bergþór G. Úlfarsson fyrir
þá nýstárslegustu. Dómarar voru Hallgrímur Magnús-
son læknir, Ragnhildur Þórarinsdóttir garðyrkjubóndi
og Sölvi Hilmarsson matreiðslumeistari.
Einnig voru veitt verðlaun um safnahelgina fyrir
þátttöku í prjónagraffinu sem hófst í mars. Sigurlaug
Jónsdóttir fékk verðlaun fyrir frumlegasta graffið
en Inga Ósk Jóhannsdóttir var sú afkastamesta enda
prjónaði hún og heklaði á 72 staura.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti tillögu
til fjárauka sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 2012 á
fundi sínum 8. nóvember. Þar kemur fram að tekjur
vegna fasteignaskatts aukast um fjórar milljónir og
framlag jöfnunarsjóðs eykst um rúmar 8,8 milljónir.
Mestur hluti þessara tekna verður varið í félagsþjón-
ustu eða tæpar 7,8 milljónir.
Sláturtíð lauk í byrjun nóvember og kom þyngsti
dilkurinn frá Eiríki Jónssyni í Gýgjarhólskoti. Vóg
hann 33,3 kg og flokkaðist í DU4. Hann átti einnig
næstþyngsta dilkinn og alls sjö af tíu þyngstu dilkun-
um í Sláturfélagi Suðurlands.
Upplit, menningarklasi uppsveitanna, hélt for-
keppni í hæfileikakeppninni Uppsveitastjarnan á
Borg 24. nóvember. Á meðal þeirra sem komust
áfram í úrslit var Eva María Larsen en einnig keppti
danshópurinn ISS sem skipaður Iðunni Helgadóttur,
Sölku Kristínu Jónsdóttur og Sólrúnu Sigurjónsdótt-
ur.
Magnús í Austurhlíð sá um grenjaleitir í ár eins og
áður. Legið var á níu grenjum, þar af átta í byggð
og eitt á framafrétti. Einnig fannst greni skammt frá
Gíslaskála sem greinilega var merkt en hafði fallið
í gleymsku. Heildarfjöldi dýra sem vannst í vor var
47. 12 fullorðin dýr á grenjum, eitt hlaupadýr og 34
yrðlingar.
Raflagnir - Viðgerðir
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna
og alla almenna rafvirkjavinnu
ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Sumarbústaðaeigendur athugið að
við sækjum um öll leyfi fyrir heim-
taug að sumarhúsum og lagningu
raflagna
Heimasími: 486 8845
Verkstæði: 486 8984
GSM: 893 7101
Gleðileg jól
Ég er alveg
ruglaður í þessum
hringtorgum.
ljós. Minnihlutinn lét bóka and-
mæli og telur hann
mikilvægt að vinnuhóprinn
skili af sér tillögum um fram-
tíðarfyrirkomulag húsnæðis
Álfaborgar eigi síðar en í maí
2013.
Sett var upp hraðahindrun
á Bergholtsveg fyrir neðan
félagsheimilið Aratungu 14.
október.
Ráðgefandi þjóðaratkvæða-
greiðsla um tillögur stjórnlaga-
ráðs að frumvarpi til stjónarskip-
unarlaga og tiltekin álitaefni
þeim tengd fór fram 20. október.