Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35 Í smá dal einum kringlumynduðum sem heitir Kúa- dalur settust allir að snæðingi, og hestarnir gæddu sér á kjarngóðu grængrasinu. Þá voru flutt eftirfarandi: Prúðir drengir, vífa val. Velkomin í dag. Hér í fjalla svásnum sal syngjum gleði lag. Önd og Tunga hefji hljóm hryggð og böl sé fjær. Náttúran sinn unaðs óm á undra hörpu slær. Á helgum stað á helgri stund. Vér heitin unnum fyrir. Nú vér höldum hérna fund Við hásals opnar dyr. Við fjallkonunnar friðarbarm í fögrum blóma reit. Studd alföðurs ástar arm. Hver annað betra veit. Njót þú gleði víf og ver en vík ey neinum hryggð. Besti gleðigjafinn er góðvild, trú og dyggð. En fjölþætt eru meinin manns og marga þreyta býr leiddu sól í sálu hans er sólarvana býr. Nú senn vér héðan höldum heim vor heima rækjum störf. Allt hið fagra er gafst þér geym Gleði og starfs er þörf. Geym þú fjallsins fögru mynd og fossins huldumál. Geym þú tæra gleði lind og Guð í þinni sál. Reglusystkin reynist sönn og regluhugsjón trú. Hvorki í leik né lífsins önn af leið hins rétta snú. Í starfi aldrei verið veil víða er brautin hál. Á næsta fundi hittumst heil með helgan loga í sál. Ég hef orðið nokkuð fjölorður um stúkuna Bláfell og ber tvennt til þess. Mér er þessi þáttur næsta hug- næmur og í öðru lagi það, að lítil gögn eru til um líf og starf þessarar stúku, því fundarbækur hennar og önnur skjöl fórust í eldsvoða þegar íbúðarhúsið á Torfastöðum brann. En þar voru jafnan geymd: Stofnskrá, einkenni, skjöl og bækur og fleira sem stúkunni tileyrði. Og þar á heimilinu hélt hún oft fundi sína, en stundum að Vatnsleysu í húsi Ung- mennafélagsins sem var lánað endurgjaldslaust. Þess ber með þakklæti að minnast. Það er von að vínbúðin sé í Hreppnum, þar var engin stúka.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.