Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Side 10

Víkurfréttir - 02.08.2012, Side 10
FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Þórunn sagði í samtali við Vík- urfréttir að Bragi B. Steingrímsson hafi leitað til hennar og óskað eftir því að hún málaði mynd af atburði sem hafi birst honum í draumi. Draumurinn hafi verið á þann veg að hann hafi verið á ferðalagi á Ströndum þegar honum birtist í draumnum maður og kona við skúta eða helli þar sem var dáið barn. Tveimur árum eftir að Braga birtist þessi sýn í draumi hittir hann á Valgeir Benediktsson, sem rekur handverks- og minjahúsið Kört í Norðurfirði. Bragi ræðir drauminn við Valgeir og kemur þá í ljós að draumurinn á sér stoð í raunveru- leikanum. Þarna eiga í hlut Fjalla- Eyvindur og Halla. Halla hafði alið Eyvindi son sem lést en lík hans fannst þegar bústaður þeirra í Drangavík var jafnaður við jörðu eftir að þau hjú höfðu verið tekin höndum. Við réttarhöld yfir þeim Fjalla-Eyvindi og Höllu kom í ljós að drengurinn hafði fengið nafn- ið Bjarni en aðeins lifað tvo sólar- hringa. Úr varð að myndlistarkonan Þór- unn Guðmundsdóttir málaði mynd af þeim Fjalla-Eyvindi og Höllu við hellisskútann þar sem sjá má sveinbarnið reifað fyrir innan. Mynd Þórunnar hefur verið sett á skilti sem fest er á stóran stein framan við Handverks- og minja- húsið Kört í Norðurfirði. Minn- inngarsteinninn var afhjúpaður nú í júlímánuði. Þórunn sagði að það hafi verið ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu verkefni og að koma þessum atburði í mynd. Á skiltinu með myndinni er ítarlega sagt frá atburðinum á íslensku en einnig eru styttri útgáfur af frá- sögninni á ensku og þýsku. ›› FRÉTTIR ‹‹ Hraðakstur á brautinni Tveir karlmenn um þrítugt voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á tíunda tímanum á þriðjudag. Annar þeirra ók á 118 kílómetra hraða á klukkustund, hinn á 132 kíló- metra hraða, en þarna er 90 km hámarkshraði á klukkustund. Sá sem hraðar ók, má búast við því að fá 90.000 króna sekt, auk þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá. Sá sem ók á 118 km hraða þarf að greiða 50.000 krónur í sekt og fær einn refsipunkt. Of Monsters And Men tilnefnd til MTV verðlauna Hljómsveitin vinsæla, Of Mon-sters And Men heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn en nú hefur sveitin verið tilnefnd til verðlauna á bandarísku MTV tónlistarstöðinni. MTV mun halda sína árlegu verðlaunahátíð nú í haust og meðal þeirra sem tilnefnd eru til verðlauna á há- tíðinni er einmitt íslenska hljóm- sveitin. Tilnefningin er fyrir bestu listrænu stjórnun í myndbandinu við lagið Little Talks en það lag hefur notið mikilla vinsælda eins og flestum er kunnugt. Aðrir sem eru tilnefndir í sama flokki eru m.a. Lana Del Rey, rapparinn Drake og Katy Perry. Hundar í óskilum Töluvert er um að hundar séu í lausagangi í Reykjanesbæ og þarf lögreglan oftar en ekki að hýsa þessa hunda sem sakna eig- enda sinna. Þegar Víkurfréttir leit- uðu til lögreglunnar fengust þau svör að það væri þó ekki meira um það að hundar gengu lausir núna en venjulega. Lögreglan nýtir sér samskiptavefinn Facebook vel og þar eru settar inn myndir af hund- um sem hafa fundist á vappi um bæinn og fólk er duglegt að deila þessum myndum. Samkvæmt lög- reglunni er þetta að virka vel og oftar en ekki eru eigendur búnir að vitja hundanna innan skamms og því þarf ekki að senda hundana á K9 á Iðavöllum þar sem borga þarf væna summu til þess að leysa hundana út. Hundaeigendur eru þó vinsamleg- ast beðnir um að tryggja að hund- arnir sínir gangi ekki lausir. Myndlistarkonan Þórunn Guðmundsdóttir: Málaði drauMsýn seM reyndist eiga stoð í raunveruleikanuM Myndlistarkonan Þórunn Guðmundsdóttir fékk nýverið í hend-urnar nokkuð sérstakt verkefni. Henni var falið að mála mynd eftir draumi. Það kom síðar í ljós að draumsýnin átti sér stað í raun- veruleikanum og draumurinn var í raun atburður sem átti sér stað í Drangavík á Ströndum. Myndlistarkonan Þóra Jónsdóttir mun halda sýningu í húsnæði Kaffitárs í Innri-Njarðvík í ágústmánuði. Þar mun Þóra sýna myndir sem hún málaði í vetur en að hennar sögn eru verkin flest abstrakt en einnig er hún að vinna með blóm í verkum sínum. Verkin eru unnin í olíu en hún leitaði til þriggja mismunandi kennara við vinnu verkanna. Þóra byrjaði fyrst að mála í Amager malerier – tegninger skól- anum í Danmörku 1985 en eftir að hún flutti heim árið 1989 hefur hún sótt fjölda námskeiða. Hún hefur haldið fjölda sýn- inga hér um slóðir í gegnum tíðina. Þóra Jónsdóttir sýnir í Kaffitári Bragi B. Steingrímsson ásamt Þórunni Guðmundsdóttur við listaverkið.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.