Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 8
8 S K I P A L Í K Ö N Elvar Þór Antonsson líkansmiður og „lúðu- pabbi“ á Dalvík byrj- aði að fikta við smíði skipalíkana fyrir fjór- um árum. Hann hefur miklar taugar til sjáv- arútvegs og skipaút- gerðar því hann var í tólf ár til sjós á skut- togaranum Björgúlfi EA á Dalvík. Við spjöllum yfir tebolla um lík- ansmíðina og það er greinilegt að hún á allan hug Elvars. Hann seg- ir þetta vera sérstaklega skemmti- lega tómstundaiðju, þótt hún sé óneitanlega tímafrek. „Það var enginn einn sem ýtti á mig að fara út í þetta. Ég vildi bara prófa og sjá hvort ég gæti þetta ekki,“ sagði Elvar Þór þegar hann var inntur eftir því hvernig á því hafi staðið að hann byrjaði að smíða skipalíkön fyrir fjórum árum. „Ég hafði áður fengist töluvert við flugmódelsmíði og það má segja að grunnurinn hafi komið þaðan. En ég hef að sjálfsögðu mikinn áhuga á íslenskum skipum og tel að saga þeirra sé dýrmæt og henni verði að sýna þá virðingu sem henni ber,“ bætir Elvar Þór við. Tímafrekt áhugamál Það dylst engum sem skoðar þau líkön sem Elvar Þór hefur þegar smíðað að hann er geysilega ná- kvæmur og hann viðurkennir að nákvæmnina verði að hafa að leið- arljósi við smíði skipalíkana ef ár- angurinn eigi að verða viðunandi. Illa smíðað skipslíkan sé lítið augnayndi, en yfir góðu verki sé hægt að gleðjast og það lifi um ókomin ár. Elvar byrjaði á því að smíða líkan af Björgúlfi EA-312, gamla „tappatogaranum“, sem kom til Dalvíkur árið 1959, en var seldur þaðan til Grindavíkur árið 1973 og sökk tveim árum síðar. Þetta líkan er hreinasta Vildi bara prófa og sjá hvort ég gæti þetta ekki - segir Elvar Þór Antonsson sem eyðir mörgum frístundum úti í bílskúr og smíðar skipalíkön „Auðvitað er þetta mjög tímafrek vinna,“ segir líkansmiðurinn Elvar Þór Antonsson, sem hefur undanfarna vikur og mánuði unnið að því að smíða líkan af Akureyrinni EA, fyrsta skipi Samherja hf. Mynd: Jóhann Ólafur Halldórsson. Elvar Þór segist eiga sér þann draum að smíða líkan af því sögufræga skipi, Lofti Baldvinssyni, sem var gerður út frá Dalvík um árabil og var eitt fengsælasta skip flot- ans ár eftir ár. Mynd: Ottó Gunnarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.