Ægir - 01.08.2001, Síða 9
9
augnayndi og ljóst að ófáar vinnu-
stundir hafa farið í smíði þess. „Já,
auðvitað er þetta mjög tímafrek
vinna. Að meðaltali myndi ég
ætla að það taki 6-700 tíma að
smíða eitt líkan,“ segir Elvar Þór.
Hann segir að mestur tími fari í
að smíða litlu hlutina ofan dekks,
til dæmis spilin, möstur og rekk-
verk. „Þetta krefst vissulega mik-
illar þolinmæði, en þessi vinna á
við mig og gefur mér mikið,“ seg-
ir Elvar Þór.
Loftur áhugavert við-
fangsefni
Elvar Þór starfar í eldisstöð Fisk-
eldis Eyjafjarðar á Dalvík, er eins-
konar „lúðupabbi“. Eins og kunn-
ugt er hefur Fiskeldi Eyjafjarðar
verið í hröðum vexti og því í
mörg horn að líta. Elvar Þór við-
urkennir að vegna anna hafi hann
ekki gefið sér nægan tíma á síð-
ustu mánuðum í skipalíkönin, en
hann er engu að síður með eitt
líkan í smíðum, af Akureyrinni
EA, fyrsta skipi Samherja hf.
Nú þegar hefur Elvar Þór lokið
við smíði líkana af þrem skipum;
Björgúlfi EA, eins og áður segir,
Sigurbjörgu ÓF í Ólafsfirði, sem
var fyrsta stálskipið sem var smíð-
að í Slippstöðinni á Akureyri, og
Eyrúnu EA, 8 tonna súðbyrðingi
frá Hrísey. Fyrir liggur að smíða
líkan af Stefáni Rögnvaldssyni EA
á Dalvík og þegar Elvar er spurð-
ur um hvort hann geti nefnt eitt-
hvert skip sem hann hafi sérstak-
an áhuga á að smíða líkan af, þá
stendur ekki á svari: Loftur Bald-
vinsson EA, eitt allra mesta
happaskip sem gert hefur verið út
frá Dalvík. Og Elvar Þór nefnir
líka að áhugavert væri að smíða
líkön af nokkrum Akureyrartog-
urunum, ekki síst „Stellum“ Út-
gerðarfélags Akureyringa, sem
hann segir sérstaklega fallega
skuttogara.
Teikningar mikilvægar
Elvar Þór smíðaði líkan af Eyrúnu
frá Hrísey eftir ljósmynd, en yfir-
leitt reynir hann að verða sér úti
um teikningar af skipunum. Því
aðeins segist hann geta verið viss
um að öll hlutföll séu rétt og allr-
ar nákvæmni gætt. Í sumum til-
fellum eiga útgerðarmenn skip-
anna teikningar af þeim, en ef
ekki segir Elvar Þór að hægt sé að
fá teikningar af skipum yfir 12
brúttólestum hjá Siglingastofnun.
Elvar Þór segist ekki þekkja til
annarra skipalíkansmiða hér-
lendra. Hins vegar hafi hann
heyrt að í Grindavík sé einn slík-
ur smiður og annar í Vestmanna-
eyjum.
S K I P A L Í K Ö N
Líkan af Sigurbjörgu ÓF-1, fyrsta stálskipinu sem var smíðað í
Slippstöðinni á Akureyri. Mynd: Elvar Þór Antonsson.
Mynd: Elvar Þór Antonsson.
Þetta fallega líkan af Björgúlfi
EA-312, gamla tappatogara
Útgerðarfélags Dalvíkinga, var
fyrsta viðfangsefni Elvars Þórs.
Hér er líkanið komið á flot í
Dalvíkurhöfn. Fjær er núver-
andi Björgúlfur EA.