Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2001, Page 11

Ægir - 01.08.2001, Page 11
11 B Á T A V I Ð G E R Ð I R hlöðu í Miðfirði í ein fimm ár. Þeim Ófeigsfjarðarbræðrum, Torfa og Pétri, leist ekki á hvern- ig komið var fyrir bátnum og nið- urstaðan varð sú að í fyrra var drif- ið í því að koma honum hingað vestur og ég vann að því síðasta vetur að gera hann upp. Þetta var mikið verk því Mjóni var mjög illa farinn, bæði að ofan og neðan. En nú er svo komið að hann er sjó- fær.“ Bringingarbátur Friðþjófur, bringingarbátur frá Miðhúsum í Reykhólasveit, er viðfangsefni Ragnars þessa dag- ana. Hann viðurkennir að bátur- inn sé illa farinn, en þó sé engin ástæða til þess að örvænta. „Það myndi mörgum fallast hendur að byrja á þessu verkefni og flestir telja bátinn með öllu ónýtan,“ segir Ragnar. Friðþjófur er kallaður bringing- arbátur. „Mér skilst að þetta sé komið úr ensku, talað var um að bringja. Áður en bryggjur komu til sögunnar voru bringingarbátar notaðir til flutninga milli skips og lands. Friðþjófur er einn af þessum bringingarbátum, en hins vegar vantar mig nákvæmar upp- lýsingar um sögu hans. Sveinn Guðmundsson, bóndi í Miðhús- um, segir að Friðþjófur hafi legið á hvolfi allan þann tíma sem hann hafi búið í Miðhúsum, frá árinu 1954. Mér er ekki kunnugt um hversu gamall Friðþjófur er, en samkvæmt þeim pappírum sem ég hef fengið er talið að hann sé á bilinu 80 til 100 ára gamall. Sveinn í Miðhúsum þrjóskaðist við að láta bátinn frá sér í brennu og hann vakti athygli safnamanna á bátnum. Skipasmiður var feng- inn til þess að teikna hann upp með það í huga að ef ekki reynd- ist unnt að laga hann yrði hægt að smíða nýjan nákvæmlega eins bát samkvæmt teikningunum. En nú er báturinn sem sagt kominn hingað og hann verður mitt helsta viðfangsefni í vetur.“ Ragnar segir að hann hefji við- gerð á Friðþjófi með því að rífa „ofan af honum efsta hringinn - efstu borðin, borðstokk, hástokk og kempu.“ Síðan segist Ragnar fikra sig niður eftir bátnum. „Þegar maður byrjar á nýjum bát er upphafið aftan á stjór. Það er gömul og góð regla sem ég fylgi,“ segir Ragnar. Menningarverðmætum bjargað Ragnar tekur undir að með þess- um árabátaviðgerðum sé verið að bjarga menningarverðmætum. „Já, það er alveg rétt og eiginlega sé ég eftir því að hafa ekki byrjað á þessu fyrir tuttugu árum síðan. Staðreyndin er sú að fjöldinn allur af bátum hefur grotnað niður og margir hafa verið brenndir á ára- mótabrennum. En mér virðist að það hafi orðið viðhorfsbreyting varðandi varðveislu á þessum gömlu, sögulegu bátum.“ Eins og áður segir lærði Ragnar strax í æsku það sem til þarf í bátasmíðar. Það er þó ekki fyrr en allra síðustu ár sem hann hefur einbeitt sér að viðgerðum á bát- um. „Ég er nú búinn að gera margt um dagana. Ég er múrari og hef lengstaf unnið við smíðar og framundir sextugt var ég auk þess á rækjubáti í Ísafjarðardjúpi, sem ég og Guðmundur yngsti bróðir minn gerum enn út. Síðan á ég Sómabát til þess að skjótast norður í Reykjarfjörð. Jörðina eigum við ennþá og rekum þar ferðaþjónustu á sumrin.“ Ragnar segist hafa ágætar að- stæður til þess að gera upp gamla árabáta. „Ég, bróðir minn og frændi okkar keyptum saman nokkuð stóra skemmu úr þrotabúi Nasco sem kallast Sandbúðir. Þar mun ég vinna að því í vetur að gera Friðþjóf upp og ég hef feng- ið fyrirspurnir um viðgerðir á fleiri bátum. Mér sýnist því að ég þurfi ekki að kvíða verkefnaleysi. Það er hins vegar spurningin hver fæst til þess að taka við þegar ég hætti þessum smíðum. Guð- mundur bróðir minn kann að vísu handbrögðin, en hann vantar reynsluna,“ sagði Ragnar Jakobs- son. Ragnar hefur þegar gert upp tvo sögufræga báta, annars vegar Ögra og hins vegar Mjóna. Og í vetur ætlar hann að takast á við það verkefni að gera upp bringingarbátinn Friðþjóf sem hefur leg- ið undir skemmdum í marga áratugi. Mynd: BB/Halldór Sveinbjörnsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.