Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2001, Page 12

Ægir - 01.08.2001, Page 12
12 N Ý S M Í Ð I Skipstjóri Happasæls á leiðinni til Íslands var Jón Beck en Hallgrím- ur Guðmundsson, sonur hjónanna Gerðu Halldórsdóttur og Guð- mundar Rúnars Hallgrímssonar, sem eiga Happa ehf., verður skip- stjóri á nýja skipinu. Útgerðin Happi ehf. er fjöl- skyldufyrirtæki í Keflavík. Guð- mundur Rúnar annast fram- kvæmdastjórnina en synir þeirra hjóna halda um ýmsa þræði fyrir- tækisins. Hallgrímur verður eins og áður segir skipstjóri á nýja Happasæl en hann var áður skip- stjóri gamla skipsins. Og þrír bræður hans vinna í landi, þeir Ívar, Rúnar og Halldór. Einnig má geta þess að tveir bræður Guð- mundar Rúnars, Hlöðver og Sig- urður, starfa hjá fyrirtækinu og því er ekki ofsögum sagt að hér sé um að ræða fjölskyldufyrirtæki. Heildarkostnaður um 190 milljónir króna Upphaflega var gert ráð fyrir að skipið myndi kosta um 135 millj- ónir króna, en ljóst er að heildar- kostnaður fer upp í um 190 millj- ónir króna. Ýmsar ástæður liggja að baki. Þær þó helstar að stöðugt gengissig á fyrri hluta ársins hækkaði verðið um tugi milljóna króna og síðan þurfti að leggja í verulegan kostnað við að laga ým- islegt um borð í skipinu þegar til hafnar var komið hér heima. Guð- mundur Rúnar tekur fram að Útgerðarmaður Happasæls KE-94 er óhress með frágang um borð í skipinu: Þessir blessaðir Kínverjar eiga margt ólært Happasæll KE-94 er sérútbúið netaveiðiskip, en unnt er að breyta því til tog- og snurvoðarveiða. Happasæll KE-94 var smíðaður í Huangpu skipasmíðastöðinni í Guangzhou í Kína. Skip- ið kom til heimahafnar í Keflavík 7. september sl. eftir um sjö vikna siglingu frá Kína. Hinn nýi Happasæll kemur í stað gamla Happasæls sem var smíðaður í Noregi árið 1963 og hefur þjónað útgerðinni, Happa ehf. í Keflavík, afar Mynd: Víkurfréttir.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.