Ægir - 01.08.2001, Page 13
hann sé ánægður með skipið sem
slíkt, hönnun þess og lögun, en
frágangur á ýmsu um borð sé
hreinlega fyrir neðan allar hellur
og hann fullyrðir að ýmislegt
standist engan veginn hérlenda
staðla, sem ákveðnir aðilar eigi þó
að ábyrgjast. Til dæmis nefndi
Guðmundur að rafvirkjar hafi ver-
ið dögum og vikum saman í því
að endurnýja ýmislegt í rafkerfi
skipsins, nokkuð sem alls ekki
hafi verið gert ráð fyrir að væri í
ólagi.
Ýmislegt ekki eins og
það á að vera
„Þeir eiga mikið ólært þessir
blessaðir Kínverjar og sömuleiðis
eiga þeir mikið ólært þessir menn
sem eiga að fylgjast með því að
þetta sé unnið rétt og samkvæmt
öllum stöðlum. Það vantar ein-
faldlega mikið upp á að í þessu
skipi sé allt eftir þeim staðli sem á
að vinna eftir, það er engin ástæða
til þess að lúra á því. Ég veit ekki
hvort ég nenni að telja upp það
sem ekki er í lagi. Það er fljótlegra
að telja það upp sem ekki er í lagi
í skipinu. Ég get þó nefnt raflagn-
ir og ýmsar lagnir að krönum og
fleira. Þetta er allt meira og
minna í ólagi. Við þurftum til
dæmis að endurnýja alla slökkvara
og tengla. Mér sýnist að það muni
taka fimm til sex vikur að vinna í
skipinu og gera það eins og það
þarf að vera og því fer það varla á
sjó fyrr en um miðjan október“
sagði Guðmundur Rúnar. „Það er
ekki bara að þessi slæmi frágang-
ur kosti miklar tafir, heldur kost-
ar fleiri milljónir króna að laga
þetta,“ sagði Guðmundur. Hann
sagðist ekki vita hvort eftirmálar
yrðu af þessu öllu saman. „Líklega
reynir maður að leita réttar síns,
en ég veit ekkert hvort það geng-
ur.“
Guðmundur sagði að þrátt fyrir
mun meiri kostnað en upphaflega
var gert ráð fyrir hafi hann orð
sérfróðra manna um íslenskan
skipasmíðaiðnað fyrir því að ekki
hefði verið unnt að smíða slíkt
skip hér innanlands fyrir lægri
upphæð en 300-350 milljónir
króna.
Mikill kvótaniðurskurður
Kvótinn af gamla Happasæl fær-
ist yfir á nýja skipið. Guðmundur
segist ekki hafa í hyggju að kaupa
viðbótarkvóta, en hins vegar
muni hann væntanlega leigja
kvóta eins og áður. „Blessaður
vertu, það er að verða búið að
hirða allan þennan kvóta af okkur,“
sagði Guðmundur. „Þú sérð það
að ég er með 422 tonn í þorski, en
var með 540 tonn í hittifyrra.
Þegar mest var hafði ég 960 tonn
í þorski. Forsendur hafa breyst
mjög mikið á stuttum tíma. Það
er allt annar andi í þessu en fyrir
tveimur árum. Þá héldum við að
kvótinn væri á uppleið en ekki á
hraðri niðurleið. Ég hefði ekki
látið mér detta í hug að fara út í
þessa fjárfestingu ef mig hefði
grunað að kvótinn yrði skorinn
svona mikið niður. Ég hefði frek-
ar hætt þessu, það er svo einfalt,“
sagði Guðmundur.
Bróðurpartur afla Happasæls,
þ.e.a.s. þorskurinn, verður eftir
sem áður unninn í salt í land-
vinnslu fyrirtækisins. Aðrar teg-
undir eru seldar á markaði. „Salt-
fiskvinnslan gengur ágætlega, það
er hátt verð á saltfiski um þessar
mundir,“ sagði Guðmundur. Salt-
fiskinn selur fyrirtækið mest í
gegnum Sölku og Íslensku um-
boðssöluna.
Eins og áður segir er gert ráð
fyrir að Happasæll hinn nýi fari á
veiðar um miðjan október. Tíu
manns verða í áhöfn, eins og á
gamla Happasæl.
13
N Ý S M Í Ð I
Eigendur nýja skipsins,
hjónin Guðmundur
Rúnar Hallgrímsson og
Gerða Halldórsdóttir.
Mynd: Víkurfréttir.