Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 14
14
S M Á B Á T A Ú T G E R Ð
„Það er í mínum huga alveg
ljóst að ef ekkert verður að gert
fara margir smábátasjómenn beint
í gjaldþrot. Ég nefni sem dæmi
svokallaða þakbáta, þá báta sem
voru með 40 róðrardaga og 30
tonna þorskþak. Þeir voru sæmi-
lega sáttir í fyrra kerfi og voru
smám saman að laga sig að því.
Núna eru margir þessara báta með
frá einu og upp í fimm tonn. Þú
getur rétt ímyndað þér hvað þess-
ir menn hafa að gera. Þeir eru bara
hættir og þeir sem skulda eru
margir í gífurlegum erfiðleikum.
Það er gjörsamlega búið að kippa
fótum undan yngri mönnum sem
ætluðu að koma undir sig löppun-
um og finna einhverja inngöngu-
leið,“ sagði Arthur.
Hann sagði að erfiðleikarnir
blöstu víða við. Fram hafi komið
að þeir séu miklir á Vestfjörðum,
en Arthur segir menn standi líka
frammi fyrir alvarlegri stöðu suð-
ur með sjó „og ef farið er út í
Hafnarfjörð blasir við stærsti smá-
bátafloti sem ég hef séð í langan
tíma. Karlarnir eru eitthvað að
dunda ofan í bátunum, en þeir
hafa ekkert á sjó að gera.“
Grafalvarlegt mál
Að óbreyttu segir Arthur það
blasa við að svokölluðum atvinnu-
mönnum í smábátaútgerð muni
fækka stórlega. „Fjölmargir fara
að óbreyttu á hausinn og það sem
við getum gert hjá Landssam-
bandi smábátaeigenda í þessari
stöðu er að leita allra leiða til þess
að finna einhverja leiðir til þess að
ná rétti þeirra. Það kann að vera
hægt með „lobbyismanum“, eins
og við höfum yfirleitt beitt, eða
með dómstólaleiðinni. Það hlýtur
að vakna sú spurning hvort til
dæmis þeir sem voru með þakbáta
eigi ekki rétt á skaðabótum. Við
erum ekki farnir að skoða það mál
lögfræðilega, en við höngum í
þeirri von að löggjafinn sjái að
sér,“ sagði Arthur og vísar til þess
að Alþingi komi saman eins og
venja er til þann 1. október. Arth-
ur segist vissulega gera sér vonir
um að þingmenn muni hnekkja
þeim lögum sem tóku gildi á
smábátasjómenn þann 1. septem-
ber sl. og hann vísar til þess að
síðastliðið vor hafi yfirlýsingar
þingmanna bent til þess að meiri-
hluti væri fyrir því að halda
óbreyttu kerfi í smábátaútgerð-
inni. „Ég vænti þess að stjórn-
málamennirnir fari að átta sig á
því hvaða afleiðingar þessi lög
hafa í raun og veru og þetta sé
ekki bara gaspur í okkur sem ein-
hverjum hagsmunapoturum.
Þetta er í rauninni alveg grafal-
varlegt mál fyrir líf og störf fólks.
Í fjölmörgum byggðarlögum er
ekki kveikt ljós vegna þess að það
er ekkert með það að gera,“ sagði
Arthur.
Ráðherra vill ekki finna
sáttaleið
Einar K. Guðfinnsson, fyrsti
þingmaður Vestfirðinga og for-
maður sjávarútvegsnefndar Al-
þingis, hefur í ræðu og riti sagt að
hann telji möguleika á ákveðinni
málamiðlun sem bæði smábáta-
sjómenn og aðrir geti orðið nokk-
uð sáttir við. Arthur segir að sú
leið sem Einar hafi kynnt sé með
öllu óaðgengileg og hann lýsir
henni sem yfirklóri. „Lausnin felst
ekki í því sem Einar er að tala
um,“ segir Arthur en hafnar því
að smábátamenn séu ekki til við-
ræðu um neitt annað en það kerfi
sem gilti til 1. september sl. „Síð-
ast þegar ég hitti sjávarútvegsráð-
herra á fundi bauð ég honum í
fimmgang að setjast yfir þetta
mál og finna sáttaleið, en hann
hafnaði því. Ástæðan er sú að ráð-
herra veit að við viljum fara aðrar
leiðir í því að takmarka sóknina.
Við viljum fara í sóknartakmark-
anir en ekki í kvóta. En ráðherra
er svo fastur á sínum hugmyndum
að hann hafnar því jafnóðum að
fara yfir málið og reyna að leita
leiða til þess að finna sáttaflöt. Ef
þetta heitir að vera með sáttavilja
eða leita friðar í málinu, er mér
öllum lokið,“ segir Arthur.
Hann ítrekar að margir bíði eft-
ir því að Alþingi komi saman og
menn trúi því að fram komi frum-
varp sem verði samþykkt og
hnekki núgildandi lögum. „Ég vil
trúa því að fram komi frumvarp í
þinginu um breytingar á núgild-
andi lögum,“ segir Arthur Boga-
son.
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda:
Spurning hvort menn eigi
ekki rétt á skaðabótum
Arthur Bogason vonar
að löggjafinn hnekki
núgildandi lögum um
veiðar smábáta.
„Það er allt stopp, flotinn er bara í höfn,“ segir Arthur Bogason, formað-
ur Landssambands smábátaeigenda. Eins og fram hefur komið var kvóti
settur á veiðar smábáta á ýsu og steinbít frá og með 1. september. Smá-
bátasjómenn, ekki síst á Vestfjörðum og Reykjanesi, lýsa þessari ákvörð-
un stjórnvalda sem alvarlegum náttúruhamförum af mannavöldum.
„Það er í mínum huga alveg
ljóst að ef ekkert verður að
gert fara margir smábátasjó-
menn beint í gjaldþrot. Ég
nefni sem dæmi svokallaða
þakbáta, þá báta sem voru
með 40 róðrardaga og 30
tonna þorskþak,“ segir Arthur
Bogason m.a. í viðtali við
Ægi.