Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2001, Síða 17

Ægir - 01.08.2001, Síða 17
17 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Hráefni keypt víða að GPG fær hráefni víða að og segir Gunnlaugur að fyrirtækið eigi bein viðskipti við fjölda báta um kaup á hráefni. „Ég tel mjög mikilvægt að byggja upp per- sónulegt samband við útgerðarmenn um allt land, það er lykilatriði að hafa aðgang að góðu hráefni á hverjum tíma. Ástæðan fyrir því að ég hef kappkost- að að fá hráefni frá bátum um allt land er einfaldlega sú að þannig er frekast hægt að tryggja að alltaf sé nægilegt hráefni fyrir vinnsluna. Það er vel þekkt að þegar bræla er á einum stað er góð veiði á öðrum. Landflutningakerfið í landinu er orðið það traust að það er tiltölulega einfalt og fljótlegt að flytja hráefni milli landshluta,“ segir Gunnlaugur og áætlar að hann kaupi hráefni af um 50 aðilum. „Bróðurpartur af hráefninu kemur af austur-, norður og vestursvæð- inu, en á vertíðinni fáum við líka mikið hráefni að sunnan. Megnið af því hráefni sem við kaupum er óaðgerður fiskur af dagróðrabátum. Við höfum haft það að leiðarljósi að nýta sem mest af fiskinum. Þannig hirðum við lifrina og frystum eða söltum hrogn. Við þurrkum hryggi og hausa, við gellum og fésum stóra fiskinn. Með öðrum orðum reynum við að gera verðmæti úr öllu því hráefni sem kemur inn í húsið.“ Gott starfsfólk Segja má að saltfiskvinnslan hjá GPG sé nokkuð hefðbundin þótt vissulega hafi nútíma tækni tekið yfir nokkra þætti framleiðslunnar sem mannshöndin sá áður alfarið um. GPG er mjög vel tækjum búið fyrirtæki og sjálfvirkni er mun meiri en á árum áður. „Tæknin kemur við sögu á öllum stigum framleiðsl- unnar frá móttöku til pökkunar. Saltfiskvinnslan hefur verið einfölduð til muna og að henni koma færri vinnuhendur en áður þekktist.“ Gunnlaugur segir að lengi hafi verið mikil og jöfn vinna hjá fyrirtækinu. „Yfir vertíðina vinnum við alla daga vikunnar ef þess gerist þörf og það má því segja að þessir vetrarmánuðir séu líka mikil vertíð hjá okk- ur. Við vinnum þegar þarf að vinna. Það er okkar gæfa að við höfum mjög gott starfsfólk, sem er allt héðan af svæðinu. Og á álagstímum á vetrarvertíð hafa nemendur í Framhaldsskólanum á Húsavík sem og fleiri vinnufúsar hendur í bænum lagt okkur lið,“ segir Gunnlaugur. Séð yfir einn af vinnslusölum GPG á Húsavík. Skóflur eru lítið notaðar í tæknivæddri saltfiskverkun eins og hjá GPG á Húsavík. Hér er Hrannar Gylfason að dæla salti ofan í fiskikarið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.