Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 26
26
S Í L D V E I Ð A R O G - V I N N S L A
Aðalsteinn Ingólfsson segir að í
upphafi þessarar síldarvertíðar sé
nokkuð gott hljóð í mönnum.
„Það er greinilega mikil spurn
eftir síld á öllum mörkuðum,
bæði í Skandinavíu og Vestur- og
Austur-Evrópu. Skandinavía
kaupir fyrst og fremst saltsíldina
en fryst síld fer á aðra markaði,“
segir Aðalsteinn.
Hann sagði að á fyrstu dögum
síldarvertíðarinnar hafi síldin ver-
ið ágætlega á sig komin, áta hafi
lítið gert vart við sig. „Það sem af
er höfum við fyrst og fremst fryst
síld, en einnig lítillega saltað,“
sagði Aðalsteinn.
Síldin mikilvæg fyrir
Hornfirðinga
Á þokkalega góðri vertíð er land-
að um 20 þúsund tonnum af síld
á Höfn og það má skjóta á að í
verðmæti fari um 30% af heildar-
síldaraflanum um hendur Horn-
firðinga. Þessar veiðar skipta
vinnsluna á Höfn því miklu máli.
„Saltfiskurinn er stærstur hér en
síðan kemur síldin,“ sagði Aðal-
steinn. „Það er vissulega alltaf
mikil stemning sem fylgir síldar-
vertíðinni, sérstaklega eftir að
síldin fer að veiðast dag eftir dag
og mikið magn berst á land,“
bætir hann við. En það heyrir sög-
unni til að fólk vinni sólarhring-
um saman á síldarvertíðinni, jafn-
vel þótt þess kynni að gerast þörf.
Vinnutímalöggjöfin leyfir það
ekki. „Fólk verður að fá ellefu
tíma hvíld. Og okkur myndi
heldur ekki takast að manna næt-
urvakt, við myndum ekki fá
nægilega marga á slíka vakt. Ef
nóg er af síld til vinnslu vinnum
við frá sex á morgnana til sjö á
kvöldin, sem sagt í þrettán tíma.
Á móti koma ellefu hvíldartím-
ar,“ sagði Aðalsteinn.
Framan af september voru tveir
bátar Skinneyjar-Þinganess á síld-
veiðum, Jóna Eðvalds og Arney.
Um mánaðamótin september-októ-
ber bættist þriðji báturinn, Ás-
grímur Halldórsson, við, en hann
hefur verið á kolmunnaveiðum.
Margir vinna í síldinni
Þegar allt er komið í fullan gang
má ætla að um 80 starfsmenn í
landi komi að síldarvinnslunni
hjá Skinney-Þinganesi. Um er að
ræða frystingu, söltun og lítils-
háttar niðurlagningu á síld fyrir
Danmerkurmarkað.
Hin klassíska söltun á haus-
skorinni síld hefst jafnan um
miðjan október, en Aðalsteinn
býst við að ef veiðin verður þokka-
lega góð muni söltun hefjast fyrr en
venja er til. „Verkunaraðferðir hafa
breyst verulega. Síldin er flökuð í
auknum mæli og krydduð,“ segir
Aðalsteinn.
SÍF sér um sölu á stærstum
hluta síldarafurða frá Skinney-
Þinganesi. Mest fer af frystri síld
til Frakklands, Þýskalands, Pól-
lands og Rússlands. Skandinavía
er hins vegar mikilvægasti mark-
aðurinn fyrir saltsíld.
Alltaf mikil stemning í
kringum síldarvertíðina
- segir Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess á Höfn
Höfn í Hornafirði er stærsta síldarverstöð
landsins og því er haustið tími mikilla umsvifa
þar í bæ. Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri Skinneyjar-Þinganess, segir að síldin
skipti miklu máli fyrir athafnalíf á Höfn og
henni fylgi jafnan mikil stemning í bænum.
Aðalsteinn Ingólfsson,
framkvæmdastjóri
Skinneyjar-Þinganess hf.
á Höfn í Hornafirði.
Mynd: Sigurður Mar Halldórsson.
Það er nóg að gera þessa dagana í síldarvinnslunni
hjá Skinney-Þinganesi.
Mynd: Sigurður Mar Halldórsson.