Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 28
28 S Í L D V E I Ð A R O G - V I N N S L A suður- og suðausturströnd lands- ins. Árlegur afli íslensku sumar- gotssíldarinnar hefur verið að aukast síðasta aldarfjórðunginn og hefur verið nálægt 100 þúsund tonnum undanfarin ár. Hrygn- ingarstofninn er talinn vera sem næst 580 þúsund tonn. Íslenska sumargotssíldin hrygnir við botn- inn, oftast á grófum sandbotni eða hörðum botni innan um grjót og möl. Sumargotssíldin hrygnir að- allega í júlí á 75-150 metra dýpi undan Suðvestur-, Suður- og Suð- austurlandi. 125 þúsund tonna kvóti Fyrir síðasta fiskveiðiár úthlutaði sjávarútvegsráðuneytið 110 þús- und tonnum af íslenskri sumar- gotssíld en samtals urðu veið- heimildirnar 118 þúsund tonn þar sem átta þúsund tonn voru færð frá fyrra fiskveiðiári. Í fyrra hófust síldveiðarnar út af sunnanverðum Austfjörðum og veiddust þá 5.400 tonn. Í október veiddust tæp 37 þúsund tonn, mest út af Austfjörðum. Í nóvem- ber 2000 veiddust tæplega 28 þúsund tonn, tæplega 60% aflans fengust út af Vesturlandi en rösk 40% út af norðanverðum Aust- fjörðum. Í desember veiddust um 16 þúsund tonn af íslensku sumargotssíldinni, 80% fyrir vestan en 20% fyrir austan. Í jan- úar á þessu ári nam veiðin 14.500 tonnum, 94% aflans fengust fyrir vestan en 6% fyrir austan land. Heildaraflinn á síðustu síldar- vertíð var því um 100 þúsund tonn, þar af veiddust 72 þúsund tonn í nót en 27 þúsund tonn í flotvörpu. Rösklega 60% heildar- aflans í fyrra fóru í bræðslu. Á þessari síldarvertíð leggur Hafrannsóknastofnunin til að leyfilegur hámarksafli á íslensku sumargotssíldinni verði um 125 þúsund tonn, sem er 15 þúsund tonna aukning frá fyrra ári. Skorin niður veiði úr norsk-íslenska stofninum Norsk-íslenski síldarstofninn hrundi í kringum 1970 en árið 1966 hafði heildarveiðin verið um tvær milljónir tonna, þar af veiddu Íslendingar um 700 þús- und tonn. Árið 1994 hófu Íslend- ingar aftur veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum og veiddu það ár 21 þúsund tonn. Á næstu árum veiddu Íslendingar 165-222 þúsund tonn, aðallega á alþjóð- legu hafsvæði en einnig innan færeyskrar lögsögu. Á síðasta ári var heildarveiðin úr norsk-ís- lenska stofninum 1,2 milljón tonna, þar af veiddu Íslendingar 186 þúsund tonn, aðallega í Jan Mayen lögsögunni. Bærilega vel hefur gengið að byggja hrygningarstofninn upp á nýjan leik, hann er talinn vera rétt um 6 milljónir tonna, en var um 9 milljónir tonna árið 1997. Á fundi í Danmörku fyrir réttu ári var það niðurstaða Norðmanna, Rússa, Íslendinga, Færeyinga og Evrópusambandsins að takmarka veiðarnar úr stofninum í ár við 850 þúsund tonn. Þar af er hlutur Íslendinga 132 þúsund tonn. Jafnframt var samþykkt að heild- arveiðin verði svipuð á næsta ári sem þýðir þá væntanlega að Ís- lendingar fái í sinn hlut um 130 þúsund tonn. Síld í veislubúningi 2 sneiðar hveitibrauð - smjör - 1 flak kryddsíld 100 g rækju- eða humarostur - 2 msk olíusósa 1/2 tsk karrí - 1 stífþeytt eggjahvíta Leggið síld og nokkrar lauksneiðar á smurðar brauð- sneiðar. Hrærið saman ost, olíusósu og karrí og bland- ið stífþeyttum eggjahvítum gætilega saman við. Þekj- ið síldina með ostakreminu og bakið brauðið í 225 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 10 mínútur. Berið brauðið fram á salatblaði. (Osta- og smjörsalan - Úr uppskriftabæklingi nr. 27) Síld með rækjuosti 8 síldarflök - örlítið salt, pipar og karrí 2 dósir rækjuostur, 200 g - 1 egg brauðmylsna - smjör - 2 lauka Sósa: 2 1/2 dl rjómi eða mjólk 1/2 dl tómatkraftur salt pipar Stráið salti og pipar yfir síldarflökin og smyrjið þau með rækjuosti. Leggið flökin saman tvö og tvö, veltið þeim upp úr eggi og brauðmylsnu og steikið þau ljósbrún á báðum hliðum við fremur vægan hita. Brúnið lauk og leggið yfir flökin. Sjóðið rjóma og tómatsósu í nokkrar mínútur, kryddið með salti og pipar og berið sósuna með síldinni. (Osta- og smjörsalan – Úr uppskriftarbæklingi nr. 27) Hér keppast menn við að frysta síld, en þessi mynd var tekin í Skinney- Þinganesi undir lok september. Mynd: Sigurður Mar Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.