Ægir - 01.08.2001, Síða 29
29
S Í L D V E I Ð A R O G - V I N N S L A
„Eftirspurnin er mikil og fyrir því
eru nokkrar ástæður. Norðmenn
veiða minna en áður, kvótinn í
norsk-íslensku síldinni hefur
dregist saman. Og síðan hefur það
mikið að segja að Rússar kaupa
aftur síldarafurðir í töluverðum
mæli, fyrst og fremst í heilu síld-
inni. Þetta þýðir að tugir þúsunda
tonna fara nú inn á Rússlands-
markað sem menn hafa verið að
reyna að selja á öðrum mörkuð-
um. Þetta hefur auðvitað mikið að
segja um betri markaðsstöðu.
Verðin eru betri en áður og þau
gátu reyndar ekki annað en farið
upp á við, enda voru þau komin
mjög neðarlega. Undir lok síð-
ustu vertíðar varð þess þó vart að
verð fyrir frysta síld þokaðist hratt
upp á við og þetta verð hefur
lækkað örlítið aftur. En menn eru
almennt á þeirri skoðun að allar
líkur séu til þess að vel viðunandi
verð fáist á mörkuðum í vetur,“
segir Hilmar.
Rússar að taka við sér
Ekki þarf að hafa um það mörg
orð að hér á árum áður var Rúss-
land einn af okkar allra mikilvæg-
ustu mörkuðum fyrir saltsíld.
Efnahagshrunið í Rússlandi hafði
sitt að segja og þessi viðskipti
lögðust að mestu af. En Rússar
eru allir að braggast og ljóst er að
nú kaupa þeir aftur umtalsvert
magn af heilli frystri síld. Önnur
mikilvæg viðskiptalönd fyrir
frysta síld eru til dæmis Eystra-
saltslöndin, Pólland, Þýskaland
og Frakkland. „Þrátt fyrir að verð
hafi hækkað á síldarafurðum er
síldin þó ennþá ódýr matvara og í
Austur-Evrópu horfa menn til
þess að kaupa ódýra, próteinríka
matvöru,“ segir Hilmar.
Hann segir að tilkoma nýrra og
öflugra skipa í uppsjávarveiði
breyti „landslaginu“ umtalsvert í
sölu á síldarafurðum. Sumarsíldin
sé viðkvæmt hráefni og því sé
mikilvægt að geta unnið hana
strax um borð í öflugum vinnslu-
skipum. Vilhelm Þorsteinsson EA
hafi þegar náð góðum árangri í
þessa veru og vonandi verði það
sama uppi á teningnum hjá nýj-
um og öflugum skipum eins og
Hákoni ÞH og Guðrúnu Gísla-
dóttur VE.
Samkeppni við
Norðmenn
Hilmar segir engan vafa á því að
Íslendingar eigi í mestri sam-
keppni við Norðmenn á síldar-
mörkuðunum, bæði í frystri síld
og saltsíld. „Að miklu leyti snýst
þetta um að geta boðið sam-
keppnishæft verð, sérstaklega í
frystu síldinni. Menn vita að
markaðurinn fyrir saltsíldina í
Skandinavíu er nokkuð stöðugur,
en meira spurningamerki er með
frystu síldina. Þrátt fyrir að Rúss-
ar kaupi töluvert magn á þessari
vertíð vita menn ekkert hvað
kunni að gerast þar á næsta ári,“
segir Hilmar.
Hann segir ljóst að eftir nokkur
fremur mögur ár í síldinni hafi
menn miklar væntingar til kom-
andi vertíðar. Verð muni þokast
upp á við, en á móti komi að hrá-
efnisverð muni líka hækka tölu-
vert. Hilmar segir varhugavert að
menn séu með óraunhæfar vænt-
ingar til markaðsmálanna og hann
ítrekar að ekki sé rétt að segja of
mikið í upphafi vertíðarinnar,
réttara sé að gera upp dæmið þeg-
ar vertíðinni ljúki. „En skiljan-
lega eru menn nokkuð bjartsýnir
og hafa að nokkru leyti ástæðu til.
Ef við horfum til sterkra markaða
eins og Frakklands, Þýskalands og
Englands kemur í ljós að óvenju
litlar birgðir eru þar á þessum
tíma árs. Það gefur meðal annars
tilefni til að ætla að menn séu í
þokkalegum málum,“ segir
Hilmar Júlísson.
Þýskaland er afar mikilvægur
síldarmarkaður, líklega má ætla
að hann taki við um 200 þúsund
tonnum. Síldarneysla er mest
áberandi í norðurhluta landsins, í
kringum Hamborg, Lubeck og
Bremerhaven. Þessi markaður
dróst töluvert saman, en Hilmar
segir væntingar til þess að Íslend-
ingar séu að styrkja þar stöðu sína
aftur.
Síldarvinnsla nú til dags
er mjög tæknivædd, ekki
síst í frystingunni. Þessi
mynd var tekin í Skinney-
Þinganesi á Höfn þar sem
lífið er sannarlega síld á
haustin.
Menn hafa miklar væntingar
eftir nokkur mögur ár
- segir Hilmar Júlíusson, deildarstjóri uppsjávarfiskadeildar SÍF
„Það er alltaf varhugavert að segja of mikið um
markaðsmálin í byrjun síldarvertíðarinnar, en
mér sýnist að í stórum dráttum séu horfur tölu-
vert betri nú en undanfarin ár,“ segir Hilmar
Júlíusson, deildarstjóri uppsjávarfiskadeildar
hjá SÍF, sem er stærsti seljandi síldarafurða hér
á landi.
Mynd: Sigurður Mar Halldórsson.