Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2001, Síða 30

Ægir - 01.08.2001, Síða 30
30 S Í L D V E I Ð A R O G - V I N N S L A Þessi samningur markar ákveðin tímamót í sölu á síldarafurðum sem í mörg undanfarin ár hefur verið nánast á einni hendi. Bauck- man OY átti í fyrra viðskipti við SÍF, en kaupir nú saltsíldina af Sæblikanum ehf. Bauckman vinn- ur síldina frekar og pakkar henni í smærri pakkningar. Mikil vinnslugeta Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Sæblikans ehf., er ánægður með að hafa náð þessum samningum, en hann er hins veg- ar ófáanlegur til þess að gefa upp andvirði samningsins, segir það trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda. Undanfarin ár hefur Síldar- vinnslan verið stór í framleiðslu síldarafurða og kemur Neskaup- staður næst á eftir Hornafirði í þeim efnum. Síldarsöltunin er umtalsverð, trúlega sú mesta á landinu, og líka er mikið magn af síld fryst hjá Síldarvinnslunni. Vinnslugetan er enda mikil, í hinu nýja og glæsilega vinnslu- húsi Síldarvinnslunnar er hægt í fullum afköstum að keyra um 600 tonn af síld í gegnum vélarnar á hverjum sólarhring. Upp í áðurnefndan saltsíldar- samning við Bauckman í Finn- landi mun Síldarvinnslan alfarið vinna. Samherji hf. frystir hins vegar mikið magn af síld um borð í fjölveiðiskipinu Vilhelm Þor- steinssyni EA, sem hefur náð mjög góðum árangri á þessu sviði. Frá því í júní hafa verið fryst um fjögur þúsund tonn af síld um borð í Vilhelm að verðmæti um 500 milljónir króna. Sæblikinn ehf. hefur einnig selt þessar síldar- afurðir. Tollarnir eru hindrun Eins og áður segir vinnur finnski kaupandinn Bauckman íslensku síldina frekar og pakkar henni í smápakkningar. Það vaknar því sú spurning hvort Íslendingar hafi ekki möguleika á að gera slíkt hið sama. Björgólfur svarar því neit- andi, tollar inn á markaði Evrópu- sambandslandanna komi í veg fyrir að það sé mögulegt. „Í samn- ingum sem EFTA-ríkin gerðu við ESB á sínum tíma eru tollar á nokkrum vörum, m.a. síldaraf- urðum. En þó svo að þessir tollar væru ekki er mér til efs að það myndi borga sig fyrir okkur að vinna síldina hér heima í smásölu- pakkningar. Það tekur mikinn tíma að vinna ákveðnum vöru- merkjum sess á markaðnum og það yrði að gerast í samstarfi við stóra aðila sem fyrir eru á mark- aðnum. Ég tek sem dæmi að vöru- merki Bauckman OY er mjög þekkt í Finnlandi, enda er fyrir- tækið með röskan helming af markaðnum þar í landi. Það væri því ekkert grín að fara inn á þenn- an markað,“ segir Björgólfur. Gamla síldarstemningin Saltsíldin sem Bauckman OY kaupir er þessi svokallaða haust- síld, en Síldarvinnslan getur af- greitt vöruna fram undir vor. Eins og áður segir vill Björgólfur ekki gefa upp andvirði samningsins við Bauckman, en hann staðfestir að verð séu að þokast töluvert upp á við. „Ástæðan er líklega sú fyrst og fremst að kvótar í síld eru minnkandi nánast allsstaðar nema hérna á Íslandi og síðan eru Rúss- ar aftur að sækja inn á síldarmark- aðinn,“ segir Björgólfur. Hann segir því ekki að neita að þegar síldin fari að berast í mikl- um mæli á land myndist sérstakt andrúmsloft í Neskaupstað. Gamla, góða síldarstemningin er enn til staðar, þótt hún sé undir öðrum formerkjum en á velmekt- arárum íslenska síldarævintýris- ins. „Þetta er auðvitað ekki eins og það var, en engu að síður er síldin mikilvæg hjá okkur og mikið er að gera á meðan á þessu stendur. Við höfum ekki farið út í að vinna allan sólarhringinn þegar síldarvertíðin stendur sem hæst, en við höfum verið með það inni í myndinni í ár ef vertíðin þróast þannig,“ segir Björgólfur. Síldarvinnslan framleiðir fyrir Finnlandsmarkað - Bauckman OY kaupir um 20 þúsund tunnur af saltsíld af Sæblikanum Það vakti nokkra athygli að fyrrihluta septem- ber gekk Sæblikinn ehf., markaðs- og sölufyrir- tæki í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Samherja hf. á Akureyri, frá sölu á tuttugu þús- und tunnum af saltsíld, flökum og bitum, til Finnlands. Kaupandi er Bauckman OY sem er mjög stórt fyrirtæki í Finnlandi með um 50% markaðshlutdeild þar í landi fyrir saltsíld. Það verður nóg að gera á haustmánuðum í salar- kynnum Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað. Í það minnsta verður saltað í 20 þúsund tunnur fyrir Finnslandsmarkað auk frystingar á síld. Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.