Ægir - 01.08.2001, Page 32
32
E F T I R L I T
andi hreinlætisaðstæður og að
merkingar og upplýsingar um
þær séu fullnægjandi. Ég tel að
hið opinbera eftirlit eigi fyrst og
fremst að miða að því að tryggja
heilnæmi sjávarafurða gagnvart
neytandanum. Annað, sem fram
kemur í umræddri lagagrein, eins
og fullnægjandi hreinlætisaðstæð-
ur og merkingar, eru í raun eitt af
skilyrðunum fyrir því að þetta
markmið náist. Það að afurðirnar
standist settar gæðakröfur er að
mínu mati meira á ábyrgð fram-
leiðandans og söluaðilans en á
ábyrgð stjórnvalda. Það að varan
uppfyllir ekki væntingar við-
skiptavinarins varðandi t.d.
bragð, áferð, lit eða annað leiðir
ekki til heilsutjóns. Viðskiptavin-
urinn verður einungis fyrir von-
brigðum með vöruna og kaupir
hana þá væntanlega ekki aftur.
Dregið úr umfangi
eftirlitsins
Með lögunum frá 1993 fóru ís-
lensk stjórnvöld nýjar leiðir til að
tryggja heilnæmi íslenskra sjávar-
afurða. Umfang eftirlitsins var
stórlega dregið saman m.a. vegna
þess að opinbert gæðamat á fiski
og fiskafurðum var lagt niður.
Fjölda fiskmatsmanna um land
allt var sagt upp störfum. Ríkis-
mat Sjávarafurða var lagt niður og
í stað þess kom Fiskistofa. Í dag
eru gæðaeftilitsmenn á vegum
Fiskistofu einungis þrír. Fram-
kvæmd eftilitsins var fært yfir á
einkareknar faggildar skoðunar-
stofur. Þær eru tvær í dag og sam-
tals starfa hjá þeim sex eftirlits-
menn. Skoðunarstofurnar fram-
kvæma 4 skoðanir á ári hjá land-
vinnslum og vinnsluskipum auk
þess sem skip yfir 10 tonnum eru
skoðuð tvisvar á ári og minni skip
einu sinni ári.
Gæðaeftirlitsdeild Fiskistofu er
ætlað að gæta þess að samræmi sé
í framkvæmd skoðana hjá skoðun-
arstofunum. Í þeim tilgangi hefur
Fiskistofa gefið út skoðunarhand-
bók þar sem allt er tíundað sem
skoða skal og með hvaða hætti
lagt er mat á skoðunaratriðið. Eft-
irlitsmenn Fiskistofu eru því
stundum í fylgd skoðunarmanna
til þess að kanna samræmi í
vinnulagi þeirra. Þá sér Fiskistofa
um eftirfylgni með því að frávik
sem fram koma í skoðunum skoð-
unarstofanna, séu lagfærð í tíma.
Gæðaeftirlitsmenn Fiskistofu eru
því oftar í heimsóknum hjá þeim
fyrirtækjum sem síður uppfylla
settar kröfur eða sem sinna ekki
úrbótum, frekar en hinum sem
betur standa sig að þessu leyti.
Fiskistofa sér einnig um veitingu
vinnsluleyfa. Áður en slík leyfi
eru veitt skoða gæðaeftirlitsmenn
Fiskistofu fyrirtækin sem um þau
hafa sótt, en vinnsluleyfi eru þá
fyrst veitt að uppfylltar séu þær
kröfur sem til fyrirtækjanna eru
gerðar um innra eftirlit, búnað og
aðstöðu sem og meðferð vörunnar.
Þegar leyfi hefur verið veitt, tekur
við reglubundið eftirlit skoðunar-
stofanna hjá viðkomandi vinnslu-
leyfishafa.
Breytt hlutverk
eftirlitsmanns
Hlutverk eftirlitsmannsins breytt-
ist mikið við kerfisbreytinguna.
Fyrir breytingu beindist skoðunin
fyrst og fremst að tvennu, ástandi
bygginga og búnaðar og skoðun
afurða og vinnsluferils. Ástand
bygginga og búnaðar svo og
vinnsluferilinn er vissulega skoð-
aður í núverandi kerfi, en afurða-
skoðunum að mestu hætt. Í stað-
inn er lögð sú skylda á herðar
vinnsluleyfishafa að koma á innra
eftirliti með framleiðslu sinni.
Innra eftirlitið byggir á því að
greindir eru áhættuþættir í
vinnslunni og síðan er beitt fyrir-
byggjandi aðgerðum til að varna
því að áhættuþættirnir valdi
skaða á afurðinni. Skrá þarf nið-
urstöður eftirlitsins svo og þær
úrbótaaðgerðir sem gripið er til ef
farið er út fyrir sett viðmiðunar-
mörk. Dæmi um fyrirbyggjandi
aðgerð er t.d. hitastig í fiski við
geymslu. Það að hitastiginu sé
haldið í 0-4°C fyrirbyggir vöxt
flestra örvera, sem í þessu tilfelli
eru þá áhættuþátturinn.
Þessar breytingar kölluðu á
breytt vinnubrögð eftirlitsmanns.
Í stað þess að skoða og meta þær
afurðir sem voru til staðar í
vinnslunni á þeim tíma sem
heimsóknin fór fram sest hann
yfir pappírana og skoðar hvort
skráningar úr gæðaeftirlitinu
sanni fyrir honum að framleiðand-
inn hafi tryggt heilnæmi fram-
leiðslunnar með innra eftirliti
sínu.
Dr. Róbert Hlöðversson
telur að til þess að
tryggja enn frekar að
íslenskar sjávarafurðir
standist væntingar
viðskiptavina sinna
ætti seljandi og/eða
kaupandi í ríkari mæli
að fela óháðum mats-
aðilum að meta gæði
afurðanna áður en þær
séu sendar úr landi.