Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2001, Page 33

Ægir - 01.08.2001, Page 33
33 E F T I R L I T Kostir og gallar kerfis- breytingarinnar Helstu kostir nýja eftirlitskerfis- ins fram yfir það gamla eru; • Ábyrgðin á heilnæmi og gæð- um framleiðslunnar er alfarið færð yfir á herðar vinnsluleyfishafa. • Dregið er úr eftirliti hins opin- bera og því aðallega beint að því að tryggja heilnæmi afurðanna. • Skráð innra eftirlitskerfi gert að skyldu, sem gerir eftirlitsaðila fært að skoða vinnsluumhverfið aftur í tímann. • Faggildum skoðunarstofum falið að annast framkvæmd skoð- ana í umboði Fiskistofu. Þetta hefur orsakað fækkun skoðunar- manna þrátt fyrir fjölgun heim- sókna. • Faggilding skoðunarstofanna hefur leitt til faglegri og vandað- ari vinnubragða. Að mínu mati hefur nýja kerfið einungis kosti samanborið við það gamla ef miðað er við að mark- miðið með opinberu eftirliti sé einungis að tryggja heilnæmi ís- lenskra sjávarafurða. Ég tel eðli- legt að afskipti hins opinbera nái ekki lengra og að eftirlit með gæðum eigi að vera í höndum framleiðenda sjálfra. Til þess að tryggja enn frekar að íslenskar sjávarafurðir standist væntingar viðskiptavina sinna ætti seljandi og/eða kaupandi í ríkari mæli að fela óháðum mats- aðilum að meta gæði afurðanna áður en þær eru sendar úr landi. Þetta myndi veita framleiðandan- um aðhald og hvetja hann til að vanda sig við framleiðsluna. Einnig tel ég að slíkt mat myndi stórlega draga úr kvörtunum frá kaupendum og spara þannig öll- um hagsmunaaðilum stóra fjár- muni. Í nokkrum tilfellum og þá sér- staklega í ákveðnum tegundum afurða, hefur það verið krafa kaup- enda og/eða seljenda eða ósk fram- leiðanda að afurðamat fari fram til að tryggja að varan sé af þeim gæðum sem að var stefnt. Þannig eru nær öll grásleppuhrogn sem söltuð eru í landinu, metin af matsmanni. Sama er að segja um saltfisk og skreið. Japansloðnan er einnig framleidd undir ströngu eftirliti kaupenda eða umboðs- manna þeirra. Reynslan af þessu fyrirkomulagi hefur verið góð og ekki að heyra að vilji sé til breytinga þó þessu fylgi að sjálf- sögðu einhver kostnaður. Hann er þó harla lítill í samanburði við það fjárhagstjón sem verður ef miklu magni afurða er hafnað vegna ónógra gæða. Í þessu sambandi er einnig vert að benda á mikilvægi þess að þekking á fiskmati hverfi ekki. Ég tel að á því sé ákveðin hætta og því nauðsynlegt að þeir sem hafa tileinkað sér þessa þekkingu hafi möguleika á að viðhalda henni og færa hana áfram til komandi kyn- slóða. Því miður eru menntunar- mál starfsmanna í fiskiðnaði langt frá því að vera í þeim farvegi sem þessi mikilvæga atvinnugrein á skilið. Samherji hf. hyggst reisa og reka fisk- eldisstöð í Reyðarfirði sem gengur undir vinnuheitinu Reyðarlax. Miðað er við sex þúsund tonna ársframleiðslu. Skipulagsstofnun úrskurðaði í lok nóv- ember í fyrra að forsenda rekstrarleyfis fyrir slíka eldisstöð í Reyðarfirði væri mat á umhverfisáhrifum. Þennan úr- skurð staðfesti Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, fyrr á þessu ári. Í fram- haldi af þessari ákvörðun umhverfis- ráðherra liggur nú frammi tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisá- hrifum sex þúsund tonna sjókvíaeldis- stöðvar í Reyðarfirði. Í tillögu að matsáætlun sem starfs- menn Samherja hf. hafa unnið í sam- starfi við ráðgjafarstofnanir og opin- berar stofnanir kemur fram að tilgang- ur fyrirtækisins með byggingu fiskeld- isstöðvar í Reyðarfirði sé að styrkja stöðu þess á alþjóðamarkaði og auka tekjumöguleika fyrirtækisins til lengri tíma að teknu tillliti til þeirrar öru al- þjóðlegu þróunar sem orðið hafi á fisk- veiðum og fiskeldi á síðustu árum. Samherji hf. gerir ráð fyrir að á bilinu 30 til 40 manns starfi við fiskeldið sjálft og slátrun og við frekari full- vinnslu á laxi, flökun og pökkun verði til enn fleiri störf. Fyrir liggja viðamiklar rannsóknir sem Reyðarál hefur staðið fyrir vegna hugsanlegrar álbræðslu í Reyðarfirði. Allar þessar rannsóknir mun Samherji hf. fá afnot af og er hugsanlegt að hluti þeirra verði nýttur í matsskýrslu vegna fiskeldis í Reyðarfirði. En auk þess hyggst Samherji fara í sértækar rann- sóknir og útreikninga sem lúta að áhrifum fiskeldis á umhverfi Reyðar- fjarðar. Í fyrsta lagi mun óháður aðili gera úttekt á hugsanlegum áhrifum eldislaxa á náttúrulega laxastofna. Í öðru lagi verða rannsökuð botnsýni af tíu stöðum í Reyðarfirði til þess að varpa ljósi á botndýralíf og lífríki fjöru á eldissvæðinu. Í þriðja lagi mun Haf- rannsóknastofnunin taka í haust sjó- sýni í Reyðarfirði til þess m.a. að meta uppsöfnun næringarefna undir sjókví- unum og gera viðbragðsáætlanir varð- andi ofauðgun næringarefna m.t.t. þörungablóma og fleiri þátta. Í fjórða lagi verður reynt að meta hvort nálægð við annað fiskeldi eystra, t.d. í Mjóa- firði, hafi áhrif til dæmis hvað varðar sjúkdóma og mengun. Jafnframt verð- ur reynt að meta möguleg áhrif efna frá hugsanlegu álveri Reyðaráls á fiskeld- ið. Matsskýrsla í desember Gert er ráð fyrir að endanleg mats- skýrsla Samherja hf. vegna fyrirhugaðs fiskeldis í Reyðarfirði liggi fyrir eigi síðar en 1. desember nk. Skipulags- stofnun mun væntanlega leggja fram sitt álit á framkvæmdinni í mars á næsta ári og samkvæmt því gæti úr- skurður umhverfisráðherra legið fyrir í síðasta lagi í maí 2002. Gangi þetta eftir og framkvæmdin verði samþykkt miðar Samherji við það að setja fyrstu seiðin í sjókvíar í Reyðarfirði í júní á næsta ári. Samherji hf. hyggst reisa og reka fiskeldisstöð í Reyðarfirði: Tillaga að matsáætlun

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.