Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 39

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 39
39 R Æ K J U R A N N S Ó K N I R þorski yfir 30 cm. Eftir það var þorskur ekki áberandi fyrr en haustið 1998 og 1999 og þó eink- um árið 2000 (mynd 8). Stofn- vísitala rækju fór vaxandi á önd- verðum tíunda áratugnum eftir lægðina á árunum 1986 til 1990 og hélst há til 1998. Ekki er vit- að hvers vegna rækjustofninn hrundi árið 1985, en á því ári voru tveir sterkir árgangar af þorski (1983 og 1984 árgangarn- ir) að vaxa upp við Norðurland, sbr. hrun rækju í Skagafirði á sama tíma. Veturinn 1999/2000 snarminnkaði stofnvísitala rækju við það að þorskur yfir 30 cm jókst í 42 stk/klst í haustkönnun og haustið 2000 fór þorskur yfir 30 cm í 106 stk/klst. 1999 ár- gangurinn af ýsu var mjög sterkur í Öxarfirði og haustið 2000 voru mjög margar ýsur yfir 19 cm eða 557 stk/klst. Ýsa yfir 19 cm jókst í 47 stk/klst í febrúar 2000 og loks í 158 stk/klst í febrúar 2001 (mynd 9). Stofnvísitala rækju hrapaði úr 3400 veturinn 1998/99 í 940 veturinn 1999/2000. Veturinn 2000/2001 lækkaði stofnvísitala rækju enn frekar. Leyfðar voru þó mjög tak- markaðar rækjuveiðar veturinn 2000/2001. Lokaorð Í stuttu máli má segja að útlitið hvað snertir rækju á grunnslóð sé fremur dökkt. Rækjan er fæða fiska, einkum þorsks og magn rækju á grunnslóð sem og annars staðar er mjög háð því hversu af- ræningjar eru margir. Rækjan á flestum svæðum hrynur um leið og afræningjum fjölgar verulega. Miklu máli skiptir einnig hvort afræningjarnir dvelja á svæðinu til lengdar eða hvort fiskurinn dvelur aðeins hluta úr árinu á rækjumiðunum, en um það eru takmarkaðar upplýsingar. Öxarfjörður 0 20 40 60 80 100 120 1 9 8 8 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 Ár F jö ld i þ o rs ks á k ls t. 0 1000 2000 3000 4000 5000 M eð al ví si ta la ræ kj u Öxarfjörður 0 50 100 150 200 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 Ár F jö ld i ý su á k ls t. 0 1000 2000 3000 4000 5000 M eð al ví si ta la ræ kj u Heimildir: Haraldur A. Einarsson 1997. Fæða ýsu (Melanogrammus aeglefinus) við Ísland. Hafrannsóknastofnunin fjölrit nr 57. 69-77. Ingvar Hallgrímsson 1993. Rækjuleit á djúpslóð við Ís- land. 63 bls. Ólafur K. Pálsson 1983. The feeding habits of demersal fish species in Icelandic waters. Rit Fiskideildar (Journal of the Marine Research Institute, Reykjavík). VII(1). 60 bls. Ólafur K. Pálsson 1985. Fæða botnlægra fiska við Ísland. Náttúrufræðingurinn 55(3). bls. 101-118. Ólöf D. B. Jónsdottir, Albert K. Imsland og Gunnar Nævdal 1998. Population genetic studies of northern shrimp, Pandalus borealis, in Icelandic waters and the Denmark Strait. Can. J. Aquat. Sci. 55. 770-780. Unnur Skúladóttir 1997. Sveiflur í rækjustofninum við Eldey. Morgunblaðið 6. ágúst 1997 Unnur Skúladóttir og Gunnar Pétursson 1999. Defining populations of northern shrimp, Pandalus borealis (Krøyer 1838), in Icelandic waters using maximum length and maturity ogive of females. Rit Fiskideildar 16. 247-262. „Í stuttu máli má segja að útlitið hvað snertir rækju á grunnslóð sé fremur dökkt. Rækjan er fæða fiska, einkum þorsks og magn rækju á grunnslóð sem og annars staðar er mjög háð því hversu afræningjar eru margir,“ segja greinarhöfundar m.a. í lokaorðum greinarinnar. Mynd 9. Fjöldi ýsu á klst. yfir 19 cm (súlur) í febrúarkönnunum og meðalvísitölur rækju (línaI) sömu vetur. Mynd 8. Fjöldi þorsks á klst. yfir 30 cm (súlur) í haustkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.