Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2001, Page 41

Ægir - 01.08.2001, Page 41
F I S K V I N N S L A Óskar Þórðarson, framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar Frosts, seg- ist líta mjög jákvætt á þessar breytingar. Nú geti fyrirtækið einbeitt sér að því að vera öflugt þjónustufyrirtæki á sviði kæli- og frystikerfa, það stærsta á landinu. Yfir 80% af verkefnum Kæl- ismiðjunnar Frosts tengjast sjáv- arútveginum á einn eða annan hátt og því á fyrirtækið mikið undir að hann gangi vel. „Það sem við erum fyrst og fremst að gera í dag er að þjónusta frysti- og kæli- kerfi og hanna ný stærri frysti- og kælikerfi fyrir frystihús, frystitog- ara og frystigeymslur,“ segir Ósk- ar Þórðarson. Hann segir að fyrir- tækið sinni fyrst og fremst þjón- ustu- og viðhaldsverkefnum, en minna sé um framleiðsluverkefni. „Það sem við smíðum sjálfir er aðallega dælukútar fyrir ammon- íak og ýmiskonar búnaður tengdur ammoníakskerfum,“ sagði Óskar. 24 starfsmenn Hjá Kælismiðjunni Frosti eru nú 24 starfsmenn. Um tveir þriðju hlutar starfseminnar eru á Akur- eyri og þriðjungur hjá starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. „Það sem er svolítið sérstakt hjá okkur er að starfsmenn uppfylla skilyrði Ll- oyds-flokkunarfélagins til þess að taka út skip. Við leggjum mikla áherslu á gæðamálin og til marks um það hafði fyrirtækið frum- kvæði að því að starfsmenn stæð- ust þessar vottunarkröfur. Starfs- menn okkar búa yfir mikilli reynslu, enda hafa margir þeirra starfað að þessum málum í fjölda ára. „Áður voru nokkrir starfs- menn fyrir norðan hjá Slippstöð- inni-Odda hf. og þar áður hjá Odda og hér syðra voru starfs- menn áður starfandi hjá öðrum kælifyrirtækjum. Ég fullyrði því að við erum með mjög reyndan og samhentan mannskap,“ segir Óskar. Sérhæfð störf Viðhald og þjónusta á kælikerfum er mjög sérhæfð og því er ekki á færi hvers sem er að taka slíkt að sér. „Þumalputtareglan er, bæði hér á Íslandi og erlendis, að það taki um fimm ár að þjálfa upp góða kælimenn. Þetta er sérhæfð vinna og það tekur langan tíma að byggja upp nauðsynlega þekk- ingu á þessu sviði,“ segir Óskar. Kælismiðjan Frost hefur um- boð fyrir nokkur fyrirtæki á frysti- og kælikerfamarkaðnum, þar á meðal York International, sem er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Eftir nokkurt umrót á undan- förnum misserum lítur Óskar svo á að Kælismiðjan Frost sé komin í bærilega stöðugt umhverfi og hann er bjartsýnn á framhaldið. „Ég tel að stærð þessarar einingar sé heppileg. Fyrirtækið er í kjarnastarfsemi, í þjónustu og verktöku sem byggir á því að setja upp og viðhalda kælikerfum. Ég tel því að við eigum að vera komn- ir í nokkuð stöðugt umhverfi með fyrirtækið,“ sagði Óskar. Samstarf við innlend fyrirtæki Óskar segir að Kælismiðjan Frost leggi mikla áherslu á náið sam- starf með fyrirtækjum sem hafa verið að framleiða ýmsan búnað fyrir sjávarútveginn, til dæmis Skagann og Marel. Einnig hefur Kælismiðjan Frost verið að vinna ákveðin verkefni fyrir York. „Ég tel að í samstarfi við öflug innlend fyrirtækið séu ýmsir möguleikar fyrir hendi erlendis. Og hér heima höfum við sterka stöðu og leggj- um auðvitað áherslu á að hlúa að þeim viðskiptasamböndum með því að þjónusta okkar viðskipta- vini vel,“ sagði Óskar Þórðarson. Það tekur langan tíma að þjálfa upp góða kælimenn - segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts ehf. „Áður voru nokkrir starfs- menn fyrir norðan hjá Slippstöðinni-Odda hf. og þar áður hjá Odda og hér syðra voru starfsmenn áður starfandi hjá öðrum kælifyrirtækjum. Ég full- yrði því að við erum með mjög reyndan og sam- hentan mannskap,“ segir Óskar Þórðarson. Með breytingum á rekstri Stáltaks nýverið varð Kælismiðjan Frost að einkahlutafélagi, að fullu í eigu Stáltaks. Áður var Kælismiðjan Frost einskonar kælideild innan Stáltaks, en nú starfar fyrirtækið sjálfstætt með eigin fram- kvæmdastjórn. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts ehf. Myndir: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.