Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2001, Page 43

Ægir - 01.08.2001, Page 43
43 F I S K V I N N S L A fram að frávik frá meðalsambandi lengdar og þyngdar vex með stærð fisks og bendir það til að meiri breytileiki sé milli einstak- linga í stærri fiski en þeim minni. Í árlegum rannsóknarleiðangr- um Hafrannsóknastofnunarinnar eru m.a. gerðar mælingar á lengd- ar- og þyngdarsambandi þorsks. Þar kemur fram að samböndin breytast frá ári til árs og kemur m.a. fram munur á fiski frá haf- svæðunum fyrir norðan og sunnan land. Mynd 2. sýnir meðalþyngd slægðs 60 cm þorsks sem mæld er í togararalli Hafrannsóknastofn- unarinnar, sem fram fer í mars ár hvert. Einnig kemur fram að aldurs- dreifing fisks hefur mælst mis- munandi eftir veiðisvæðum. Þannig var áberandi meira af eldri fiski á suðurmiðum en á norður- miðum á árunum fyrir 1993. Ljóst er að bæði stærðar- eða ald- urssamsetning aflans, sem og samband lengdar og þyngdar skipta miklu máli fyrir vinnslu. Í nýtingarmælingum, framkvæmd- um í Noregi, mælist vinnslunýt- ing meiri fyrir fisk sem hafði stærri holdastuðul og íslenskar mælingar sýna sömu niðurstöður. Holdastuðullinn er m.a. breyti- legur eftir veiðisvæðum, árstím- um, árum og aldri fisks. Holda- stuðullinn er þess vegna mjög mikilvægur fyrir alla vinnslu- stjórnun og um leið hefur hann mikil áhrif á alla rekstrarlega af- komu greinarinnar. Án þess að búið sé að rannsaka þessi áhrif kerfisbundið, þá er áhugavert að bera saman mynd 2 og mynd 3. Árin 1988 og 1989 gáfu lélegt holdafar og á sama tíma var slæm reksrarafkoma í greininni en hér koma líka til óhagstæðar aðstæður á mörkuðum. Árstíðabundnar breyt- ingar í efnasamsetningu þorskholds Bæði innlendar og erlendar rann- sóknir sýna að árstíðabundnar breytingar eiga sér stað í efnasam- setningu þorskholds og hefur það einnig mikil áhrif á áferð vöðvans. Þessar breytingar eru mestar í kringum hrygninguna og eru einnig háðar fæðuframboði í haf- inu. Prótein og fita minnkar í þorskholdinu seinni hluta vetrar og á sama tíma eykst vatnsinni- haldið. Snemma sumars ganga þessar breytingar yfirleitt til baka. Tvennt hefur verið nefnt sem orsök þessara breytinga. Annars vegar að við uppbyggingu hrogna og svilja noti þorskurinn að hluta til byggingarefni frá sínu eigin holdi til þessarar uppbygg- ingar. Einnig hefur verið nefnt að breytt fæðuframboð eigi þar einnig hlut að máli. Vatnsinnihald fisks er mjög breytilegt eftir árstímum og hefur aldur fisks þar áhrif. Eins og sést á mynd 5 þá eykst breytileiki fisks með aldrinum og þá sérstaklega um hrygninguna. Hæfileiki hans til að framleiða hrogn og svil virð- ist aukast með árunum og virðist hann ganga mjög á prótein og fitu vöðvans á þessum árstíma. Það er þekkt að stærri og eldri fiskar gefa af sér mun fleiri hrogn en þeir yngri. Það hefur líka sýnt sig að eldri og stærri þorskurinn gefur af sér seiði sem eru lífvænlegri og það geri stofninum meira gagn að friða stærsta fiskinn á hrygningar- Mynd 2. Meðalþyngd slægðs 60 cm þorsks mæld í togararalli Hafrannsóknastofnun- arinnar sem fram fer í mars ár hvert. Mynd 3. Hagnaður af reglulegri starfsemi frystitogara, landfrystingar og landvinnslu 1980-1996. Byggt á rekstraryfirliti Þjóðhagsstofnunar. Starfsfólk hjá Ný-fiski í Sandgerði við fiskvinnslufæribandið. Suðursvæði Norðursvæði Þ y n g d s læ g ð s f is k s ( g )

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.