Ægir - 01.08.2001, Síða 45
45
F I S K V I N N S L A
Niðurlag
Óhófleg veiði úr stofni stórra
þorska hófst í verulegum mæli
þegar veiðar í net með stórum
möskvum hófust fyrir nokkrum
árum. Þorskurinn er lagskiptur á
veiðislóð, þ.e. stór þorskur er á
grunnslóð og leitar alveg upp í
landsteina til að hrygna. Sjómenn
voru hissa á því að fá stóran fisk í
stórriðuð net á grunnslóð, en
þannig veiðar höfðu ekki verið
reyndar áður. Þessi fiskur leggur
til stærsta hlutann af nýliðun
þorskstofnsins. Notkun á
stórriðnum netum hófst við Snæ-
fellsnes fyrir um fimm árum og
hefur notkun þeirra síðan aukist á
öllum miðum og nú má segja að
þessi net séu mest notuð á hrygn-
ingarslóðunum og veiða vel. Hér
er verið að veiða þær hrygnur sem
hafa hrygnt oft og kunna að nota
vöðvaprótein til að búa til hrogn
sem innihalda mikinn fóðurforða
fyrir seiði sem hjálpar þeim yfir
fyrsta æviskeiðið. Þessi seiði hafa
þess vegna miklar lífslíkur. Þess-
ir stóru fiskar nota prótein og
steinefni til að framleiða hrogn og
svil og þar af leiðandi minnkar
þurrefni fiskholdsins, en það hef-
ur í för með sér að vatnsinnihald
eykst. Svona stór þorskur er ein-
göngu notaður í saltfiskvinnslu.
Minnkandi þurrefni hefur afger-
andi áhrif á alla nýtingu í saltfisk-
vinnslu en hún byggist mikið á
þurrefnisinnihaldi. Samfara
minnkandi þurrefnisinnihaldi
versnar holdastuðull þorsks og
um leið verður vinnslunýting lak-
ari. Af þessu sést að skynsamlegt
er að stjórna fiskveiðum meira en
gert hefur verið hingað til og taka
alla þá þætti með í reikninginn
við ákvörðun á kvótaúthlutun og
leggja jafnframt meira vægi á
hagkvæmni og viðkomu stofns-
ins, ásamt betri umgengni um
aflann.
Heimildir:
Við samantekt þessa var stuðst við:
Greinar eftir Guðrúnu Marteinsdóttur, Hafrannsóknastofnun.
R. Malcolm Love, 1988, „The Food Fishes, their intrinsic
variation and practical implications“ Bók frá Avi, New York.
Greinar eftir Rúnar Birgisson og Jón Heiðar Ríkharðsson, Rf.
Skýrslur frá Þjóðhagsstofnun
Greinar eftir Jónas Bjarnason, Rf.
Einar Jónsson o.fl., 1994, Fjölriti Hafrannsóknastofnunar nr. 42
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
Sigurjón Arason
Guðrún Gísladóttir
komin frá Kína
Tog- og nótaskipið Guðrún Gísladóttir
KE kom til heimahafnar í Keflavík að
kvöldi 24. september sl. eftir rúmlega
40 daga siglingu frá Kína, en skipið var
smíðað í Guangzhou. Á heimleiðinni
voru viðkomustaðir skipsins Singapore,
Hong Kong og Egersund í Noregi.
Guðrún Gísladóttir er fyrsta
flottrollsskipið sem Kínverjar sömdu um
smíði á samkvæmt vestrænum kröfum.
Smíði skipsins hefur tafist nokkuð af
ýmsum ástæðum. Eftir að starfsmenn
Skagans hafa lokið við að fínstilla
vinnslubúnað skipsins er gert ráð fyrir
að það verði sent á síldveiðar.
Í næsta tölublaði Ægis verður fjallað
nánar um þetta nýjasta skip íslenska
fiskiskipaflotans.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
http://www.rf.is
Upplýsingaveita Rf
Skúlagata 4, Pósthólf 1405, 121 Reykjavík, Sími: 562 0240, Fax: 562 0740
Netfang: info@rf.is, Heimasíða: http://www.rf.is
Á VÍSAN AÐ RÓA