Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 49
49
F R É T T I R
MD Vélar hf. sem
hefur selt og þjónust-
að Mitsubishi dísel-
vélar og rafstöðvar,
auk þess að annast
viðgerðir á allflestum
tegundum díselvéla
til sjós og lands, hafa
sameinast Vélalandi
ehf. undir nafni Véla-
lands.
MD Vélar hf. hefur rekið verslun
og vélaverkstæði að Smiðjuvegi
28 í Kópavogi en sú starfsemi hef-
ur verið flutt í húsakynni Véla-
lands að Vagnhöfða 21, Reykja-
vík.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að Vélaland ehf. (áður Mótor-
verkst. Þ.Jónsson & Co) rekur eitt
fullkomnasta endurbyggingar-
verkstæði landsins fyrir vélar í
bílum, vinnuvélum og tækjum
hverskonar. Vélaland selur vélar,
vélahluti og varahluti í vélar auk
þess að endurbyggja vélar rekur
fyrirtækið fullbúið bílaverkstæði
og dísilþjónustu.
Til viðbótar sérhæfðum tækj-
um sem Vélaland hefur yfir að
ráða, bætast nú við fullkomin
tæki til að sinna viðhaldi á stærri
díselvélum til sjós og lands. Á
meðal þess sem bætist við hjá
Vélalandi með MD Vélum hf. er
fullkominn jafnvægisbekkur fyrir
þunga og viðamikla hluti sem
snúast hratt í vélum, svo sem
hverflar í forþjöppum (afga-
stúrbínum), anker í rafölum, skil-
vindur og fleira sem þarf að vera í
nákvæmu jafnvægi til að ekki
myndist titringur, en sem kunn-
ugt er getur tjón vegna titrings
getur orðið mjög mikið.
Með samruna fyrirtækjanna eykst
jafnframt varahlutaframboð Véla-
lands þar sem varahlutir í dísel-
vélar, sem MD Vélar hf. hafa selt
fram að þessu, verða nú á lager eða
sérpantaðir hjá Vélalandi. Hér
eftir sem hingað til mun Vélaland
bjóða 24 tíma neyðarþjónustu.
MD Vélar hf. hafa á undanförn-
um árum selt fjölda díselvéla frá
Mitsubishi sem nú eru í fiskiskip-
um sem aðalvélar og rafstöðvar
(ljósavélar). Vélaland mun nú
taka við sölu þessara véla auk þess
að annast þjónustu við þær.
Starfsmenn MD Véla halda áfram
starfi sínu hjá Vélalandi.
Framkvæmdastjóri MD Véla,
Hjalti Sigfússon, mun stjórna
skipadeild Vélalands ehf. Eftir
sameiningu fyrirtækjanna munu
um tuttugu manns starfa hjá
Vélalandi.
Þrír stjórnendur hins
nýja sameinaða fyrir-
tækis; Hjalti Sigfússon,
framkvæmdastjóri
skipadeildar, Sigurður
Grétarsson, verslunar-
stjóri, og Lúðvík Matth-
íasson, framkvæmda-
stjóri.
MD Vélar og Vélaland
sameinast
Mynd: Sverrir Jónsson.