Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 9
9 N Ý B Ó K sem kom á bók 1999. Í kjölfarið fékk ég hvatningu um að halda áfram og niðurstaðan er þessi bók um fiskvinnslu í bænum. Ég hef haft mikla ánægju af því að taka þetta saman, líklega hef ég alltaf haft svolítið gaman af blaða- mennsku,“ segir Jón Páll og bros- ir, en hann var um langt skeið fréttaritari Morgunblaðsins á Ísa- firði og tók þá mikinn fjölda ljós- mynda sem hafa komið að góðum notum við samantekt útgerðar- og fiskvinnslusögunnar. „Ég fékk myndir víða að, t.d. úr safni Hér- aðsskjalasafnins á Ísafirði. Ég var líka svo heppinn að fá að birta nokkar af myndum sem Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður á Vísi, tók á ferð sinni til Ísafjarðar árið 1949.“ Lítið varð úr lífsstarfinu Jón Páll segir að saga fiskvinnslu á Ísafirði á síðustu öld sé mjög merkileg. „Já, það urðu ótrúlegar breytingar í fiskvinnslu og útgerð hér í bænum á skömmum tíma. Til dæmis var það byltingar- kennd breyting þegar Baader- fiskvinnsluvélarnar komu til skjalanna. Sömuleiðis var það mikil breyting þegar rafeindavog- irnar komu í stað gömlu voganna. Þegar fiskvinnslan var í mestum blóma hérna í bænum störfuðu við hana á bilinu 3-400 manns - í Norðurtanganum, Íshúsfélaginu og í Hnífsdal,“ segir Jón Páll. Gríðarlegur samdráttur hefur orðið í fiskvinnslu á Ísafirði á síð- ustu árum og hún er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Þetta þykir Jóni Páli sorgleg staðreynd og hann segist ekki geta leynt því að sér finnist lítið hafa orðið úr lífsstarfi margra í bænum sem lögðu allt sitt í að byggja þar upp öfluga fiskvinnlu. Á árunum 1917 til 1919 var starfrækt tunnuverksmiðja á Torfnesi sem framleiddi síld- artunnur fyrir útvegsmenn á Ísafirði. Þorvaldur Guðmundsson og Tryggvi Jónsson með fyrstu fram- leiðslu Rækjuverksmiðju Ísafjarð- ar þann 23. júní 1936. Mynd: M. Simson/Héraðsskjalasafnið á Ísafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.