Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 35

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 35
35 orðið mjög hátt. Okkar viðskipta- vinir eru fyrst og fremst í laxeldi og það hefur ekki gengið mjög vel að undanförnu. Þess vegna er ekki óeðlilegt að verð hafi gefið eilítið eftir. Hins vegar hefur verð á lýsi nánast staðið í stað,” segir Sólveig. Auk þess sem fiskimjöl fer í fiskeldisfóður er það m.a. selt í kjúklinga- og svínafóður og gæludýrafóður. „Kjúklingafóðurmarkaðurinn hefur dregist saman, enda hefur kjúklingarækt í Evrópu átt í nokkrum erfiðleikum að undan- förnu vegna aukins innflutnings á kjúklingi frá Austur-Asíu, eink- um Thailandi,” segir Sólveig. „En þegar á heildina er litið höfum við í gegnum tíðina verið að sjá miklar sveiflur á þessum markaði og þær hafa stundum numið 2- 300 dollurum á tonnið. Slík sveifla er hins vegar ekki í gangi núna, því fer víðs fjarri.” Jurtaprótein og jurtaolíur Þrengingar í fiskeldinu hafa gert það að verkum að eldisfyrirtæki og raunar einnig fyrirtæki sem framleiða fóður fyrir t.d. kjúklingaiðnaðinn, hafa farið í aðrar fóðurlausnir. Þannig hafa fyrirtækin í auknum mæli keypt jurtaprótein og jurtaolíur. „Þessar afurðir, sem eru unnar úr soja, hafa verið á hraðri uppleið og ég hef ekki séð jafn mikinn vöxt í þeim síðustu sex ár. Það er ljóst að við þurfum að fylgjast með þessari samkeppni. Hins vegar hafa verið töluverðir þurrkar á þeim svæðum þar sem jurta- prótein eru helst framleidd og það hefur leitt til verðhækkunar á þessum afurðum, sem aftur styrk- ir okkar stöðu í fiskimjölinu.” Ekki stórir á heimsmarkaði Heimsframleiðsla á mjöli hefur dregist töluvert saman á undan- förnum árum. Veiðar á bræðslu- fiski undan ströndum Perú og Chile voru mun meiri fyrir nokkrum árum en þær eru í dag og framleiðslan eftir því. Veiðar Íslendinga á loðnu og kolmunna hafa ekki afgerandi áhrif á mark- aðnum, enda erum við ekki stórir á heimsvísu. Hins vegar telur Sól- veig að verulegur samdráttur í loðnuveiðum í Barentshafi, geti komið Íslendingum til góða. En mestu jákvæðu áhrifin koma þó klárlega fram í sölu á frystri loðnu til Austur-Evrópu – Rúss- lands og Úkraínu. Ef þeim við- skiptum verður að verulegu leyti beint til Íslands, má búast við að mikið verði fryst af loðnu á kom- andi vetrarvertíð. Ekki líkur á verð- hækkunum á mjöli „Þegar á heildina er litið hefur verið minna framleitt á þessu ári af fiskimjöli í helstu framleiðslu- löndum heimsins. Almennt ger- um við ekki ráð fyrir framleiðslu- aukningu á næsta ári og ég á fast- lega von á svipuðum verðum á mjölafurðum á næsta ári og í ár. Þrátt fyrir minni framleiðslu sýn- ast mér mjölverð ekki vera á upp- leið. Hins vegar geri ég ráð fyrir að áfram fáist gott verð fyrir lýsi.” M J Ö L - O G L Ý S I S I Ð N A Ð U R I N N Sólveig Samúelsdóttir er fyrsta konan sem gegnir embætti forseta Alþjóðsamtaka fiskimjölsframleiðenda. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.