Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 39
39 E L D I S Þ O R S K U R Verkefnið „Framtíðarþorskur“ var styrkt af Tæknisjóði Rannís til tveggja ára og lauk því í októ- ber sl. Gerð var geymsluþolstil- raun á roðflettum aleldisþorsk- flökum og voru flök af villtum þorski höfð til viðmiðunar, en al- eldi er það kallað þegar þorskur er alinn frá klaki. Á Rannsókna- stofnun fiskiðanaðarins (Rf) er áratuga reynsla í rannsóknum á geymsluþoli fersks fisks og upp- þídds. Í geymsluþolsrannsóknum er stuðst við örverutalningar, skynmat og mælingar á TMA (trimethylamine) og heildar- magni reikulla basa (TVB). Í nýlegum rannsóknum á Rf (2005) kemur fram að geymslu- þol ferskra roðkældra þorskflaka er 14 dagar frá flökun en 17 dag- ar frá slátrun. Við slátrun á eldis- fiski ætti að skapast möguleiki til að stýra betur hreinlæti og kæl- ingu en hefðbundinn veiðiskapur getur boðið upp á. Vinnsluferlið við slátrun á eldisfiski ætti því að stuðla að lengra geymsluþoli en verður hjá hefðbundnum afla. Ef eldisflök reynast hafa lengra geymsluþol en flök af villtum þorski myndi það styðja við markaðssetningu á ferskum flök- um af eldisþorski á Evrópumark- að, þar sem möguleiki gæti skap- ast til að nýta sér ódýrari flutning með skipum í staðinn fyrir flug- frakt eins og nú er gert. Undanfari tilraunarinnar Fiskurinn: Þorskur var veiddur kl.12:00 +/- 3 tímar þann 16. febrúar 2005, 15 sjómílur SV af Kolbeinsey á 240 feta dýpi. Yfir- borðshiti sjávar var 2,8°C. Eldisþorski var slátrað kl 12:00 (16. febrúar 2005). Yfirborðshiti sjávar við kvíarnar var 2°C. Um var að ræða aleldisþorsk sem var klakinn hjá Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar að Stað við Grindavík árið 2001. Eldisþorskurinn var alinn á Eldisþorskur heldur lengur einkennandi ferskleikabragði Soffía Vala Tryggvadóttir. Greinarhöfundar eru sérfræðingar á rannsóknasviði Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðar- ins. Héléne Liette Lauzon. Sala á ferskum þorskflökum á erlendan mark- að er alltaf að aukast. Flökin eru yfirleitt flutt með flugi þar sem hér er um viðkvæma vöru að ræða, en flugfragt er dýr og því er nú leitað leiða til að lengja geymsluþolið svo að hægt sé að flytja vöruna á markað með skipaflutning- um. Fram kom vísbending frá samstarfsaðilum í verkefni sem unnið var í samstarfi við nokk- ur útgerðarfyrirtæki að flök af eldisþorski geymast lengur í kæli en flök af villtum þorski, en þörf var á rannsóknum til að stað- festa það. Var því geymsluþolstilraun á þorsk- flökum tekin með sem einn verkþáttur í seinni hluta verkefnisins „Framtíðarþorskur“ sem byggði á að rannsaka gæðamál eldisþorsks. Unnið að rannsókn á eldisþorski á rannsóknastofu Rf. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.