Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2005, Qupperneq 41

Ægir - 01.11.2005, Qupperneq 41
41 E L D I S Þ O R S K U R er marktækur munur á milli hópa á degi 16. Þrátt fyrir að munurinn hafi ekki verið marktækur á degi 16 þá var aleldisfiskurinn metinn sem ferskari, þar sem hann fékk einkunnina 6,8 á meðan villti þorskurinn fékk einkunnina 6. Eftirtektarvert er að sjá að flökin af villta þorskinum fá einkunnina 7 á 11. degi, sem er hlutlaus einnkunn, en þá eru mestu fersk- leikaeinkennin horfin en skemmdareinkenni eru ekki kom- in í ljós, á meðan flökin af eldis- þorskinum fá þessa sömu einkunn á 15. degi. Niðurstaðan var því sú að eldisflökin héldu ferskleikan- um lengur þó að endanlegt geymsluþol sé svipað á milli hópa, en þessi mismunur er mikilvægur þegar söluhæfni af- urðanna er skoðuð. Lengri ferskleiki hjá eldis- þorski, sem skynmatsdómarar fundu, gæti verið að hluta til áhrif frá lágu sýrustigi (sjá mynd 4) sem hafi áhrif á ensímatísk hvörf í vöðvanum sem hugsanlega hægja á niðurbroti á sætubragði (ferskleikabragði) eldisfisksins. Skynmat á áferðareiginleikum með QDA heildargreiningu á soðnum þorskflökum yfir geymslutímabilið sýndi mark- tækan mun (p<0,01) á öllum áferðarþáttum þegar borið er saman áferðarmat á villtum þorskflökum og eldisþorskflök- um. Flök frá aleldisfiski reyndust marktækt stinnari, seigari, þurr- ari, gúmmíkenndari og kjöt- kenndari en flök af villtum þorski. Niðurstöður frá sýrustigsmæl- ingum í vöðva eru sýndar á mynd 4. Eins og sést á myndinni er greinilegur munur á pH í vöðva eldisþorsks og villts þorsks. Í upphafi geymslutímans á degi 2 er eldisþorskur með pH 5,99 en á sama tíma er villtur þorskur með pH 6,55. Þessi munur á sýrustigi, u.þ.b. 0,5, á milli hópa hélst út allan geymslutímann. Lægra sýrustig í aleldisþorskinum hefur líklega mikil áhrif á holdgæði fisksins hvað varðar los. Lágt sýrustig í vöðva getur haft nei- kvæð áhrif á vöðvapróteinin á þann hátt að bandvefsfestingar við vöðva geta rofnað, en los hefur verið talsvert vandamál hjá eldis- þorski. Þessi mikli sýrustigsmun- ur kemur ekki á óvart þar sem eldisfiskurinn kemur stríðalinn til slátrunar, en villti þorskurinn kemur mjög líklega úr sveiflu- kenndu fæðuframboði. Vel alinn fiskur hefur meira glykógen í vöðva og er því til staðar meiri efniviður til að framleiða mjólk- ursýru eftir dauða, sem veldur sýrustigslækkun. Niðurstöður úr TVB-N mæl- ingu, en TVB-N er mælikvarði á niðurbroti próteina og amínosýra vegna örvera og ensíma, sýndi að fyrstu níu dagana eru TVB-N gildi (mynd 5) nánast þau sömu hjá aleldisþorski og villtum þorski. En næstu þrjá daga hækk- aði TVB-N gildi í villtum þorski sig hraðar, sem síðan jafnaðist út aftur á degi 13 eða við u.þ.b. 30 mg TVB-N mg N/100g. Á degi 14-16 hækkaði þá TVB-N gildi aleldisfisks sig hraðar. Á degi 16 féllu línurnar saman aftur en þá voru gildin komin yfir 45 mgN/100g, en 35 mg/100 g er það gildi sem hefur verið notað sem viðmiðun á skemmd í fersk- um fiski í reglugerð Evrópusam- bandsins. Á heildina litið er hægt að túlka það svo að TVB-N myndun í þorskflökum við kæli- geymslu sé mjög svipuð í aleldis- þorski og í villtum þorski. Niðurstöður frá TMA (trimet- hylamine) og TMAO (trimethyla- minoxíð) mælingum í fiskvöðva eru sýndar á mynd 6. Efnið TMAO er til staðar í sjávarfisk- um, en við geymslu brotnar það niður í TMA að tilstuðlan örvera (aðallega) og ensíma. TMA er það efni sem gefur frá sér hina ein- kennandi skemmdarlykt og skemmdarbragð sem finnst í fiski. Skemmdarmynstrið sem kemur fram með TMA mæling- um (mynd 6) er mjög líkt og myndast með TVB-N mælingum (mynd 5). Það kemur ekki að óvart að skemmdarferillinn sé lík- ur þar sem heildarmagn reikulla basa (TVB-N) samanstendur að mestu leyti af TMA og NH3. Niðurstöður mælinga á TMAO voru aðeins gerðar í tveimur út- tektum á geymslutímanum hjá villta þorskinum, það er eftir tveggja og eftir tólf daga geymslu í kæli en í 3 úttektum hjá aleldis- þorskinum þ.e. eftir 2, 12 og 19 daga. Þar sem aðeins er um örfáar mælingar að ræða er besta línan sem dregin er á milli punktana mjög ónákvæm, þ.e. aðeins vís- bending. Mælingarnar sýna að eftir tveggja daga kæligeymslu er Mynd 4. Sýrustig (pH) í vöðva aleldisþorsks og villts þorsks á geymslutímabilinu. Mynd 6. TMA og TMAO í roðrifnum flökum aleldisþorsks og villts þorsks við geymslu við 0-1°C. Mynd 5. TVB-N í aleldisþorski og villtum þorski við 0-1°C kæli- geymslu. Þorskurinn var geymdur flakaður og roðrifinn. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 41

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.