Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Síða 48

Ægir - 01.11.2005, Síða 48
48 S J Ó M E N N S K A hinsvegar raunin að ráðamenn skilji og skynji þá þróun sem rýrt hefur með svo afgerandi hætti kjör sjómanna þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort stjórnar- herrarnir meti það hreinlega sem ásættanlegan fórnarkostnað að sjómannastéttinni blæði til að viðhalda þessu margumrædda góðæri. Haldi sem horfir með miklu framboði á vel launuðum störfum í landi á sama tíma og tekjur sjómanna hrynja þá þurf- um við ekki að spyrja að leikslok- um. Hætti menn að sjá veruleg- an, afgerandi launalegan ávinning af sjómennsku umfram önnur störf, þá fer ekki nokkur maður á sjó. Svo einfalt er það.“ Reyndum sjómönnum fækkar Árni benti á að reyndum sjó- mönnum, ekki síst skipstjórnar- mönnum, hafi farið fækkandi undanfarin ár. Meðalaldur skip- stjórnarmanna á farskipum sé nú 55 ár og því sé augljóst að miðað við alltof hæga endurnýjun í stéttinni stefni í mikið vandamál í fiskiskipaflotanum. „Það þarf enginn að vera hissa á því þótt það gerist æ algengara um þessar mundir að skip komist ekki til veiða vegna manneklu. Það þarf heldur enginn að láta sér koma á óvart þótt ákveðnir aðilar séu farnir að leiða hugann til þess að næsta skref í átt til hagræðingar í íslensku efnahagslífi felist í því að yfir íslenska flotann flæði sjó- menn af erlendum uppruna og reyndar er sú þróun þegar hafin að mér er tjáð,“ sagði Árni og gat þess að það væri engu líkara en að svokölluð væntingarvísitala væri orðin aðal drifkrafturinn í þróun og vexti efnahags og peningamála Íslendinga nú um stundir. „Í mínum huga eiga íslenskir sjó- menn og samtök þeirra í vök að verjast svo um munar um þessar mundir og staða stéttarinnar nú er alvarlegri en verið hefur í háa herrans tíð.“ Verður að tryggja sjómönnum viðunandi launakjör Árni sagði að hvað sem liði óvenju erfiðri stöðu fiskimanna um þessar mundir mættu menn ekki missa sjónar af þeirri stað- reynd að Íslendingar búi yfir auð- æfum sem fólgin séu í fiskistofn- um í hafinu umhverfis landið. „Hvað sem líður umræðum um uppbyggingu fiskistofnanna, nýt- ingarréttinn eða eignarréttinn og afkomu sjávarútvegsins á hverjum tíma þá breytir það ekki þeirri staðreynd að auðæfin í hafinu umhverfis okkar ástsæla land verða lítils virði ef ekki eru til staðar reyndir fiskimenn til að sækja þessi verðmæti í greipar ægis. Þeir sem ætla sér í framtíð- inni að nýta fiskimiðin hljóta að gera sér glögga grein fyrir því að til þess að viðalda stéttinni með þeirri þekkingu og reynslu sem til staðar er hjá íslenskum fiski- mönnum þá þarf að tryggja þeim launakjör sem duga til þess að vekja og viðhalda áhuga hæfra einstaklinga til þessara sérhæfðu starfa. Annars gengur dæmið ekki upp.“ Þurfum vel menntaða skipstjórnarmenn „Í öðru lagi skulum við hafa það hugfast að Ísland er eyja norður í dumbshafi. Ef við ætlum að standa undir nafni sem sjálfstæð þjóð þá verðum við til framtíðar að eiga vel menntaða íslenska skipstjórnarmenn, bæði til að gæta efnahagslögsögu okkar og sjá til þess að til landsins berist öll þau aðföng sem á þarf að halda í velmegunarþjóðfélagi nútímans. Eyþjóð sem á allt sitt undir öðrum þjóðum varðandi farm- flutninga til og frá landinu, sjálf- stæði og framtíð slíkrar þjóðar er engan veginn nógu trygg í við- sjárverðum heimi. Persónulega tel ég til framtíðar meira öryggi fólgið í því fyrir þjóðfélagið að tryggja fjölgun íslenskra skip- stjórnarmanna hjá skipafélögun- um fremur en að stóla á fjórar bandarískar herþotur á Keflavík- urflugvelli. Miðað við legu landsins og stöðu þess í samfélagi þjóðanna þá verða siglingar og sjávarútveg- ur óumdeilanlega einn af veiga- mestu hornsteinum samfélagsins um ókomna tíð,“ sagði Árni Bjarnason á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins. Í forgrunni er Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. ins og fyrrverandi forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, var að sjálf- sögðu mættur til að fylgjast með þinginu. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 48

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.