Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 2

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 2
í 100 ár Með þessum árgangi fagnar tímaritið Ægir 100 ára útgáfusögu og verður þess minnst með ýmsum hætti á árinu. Saga Ægis spannar lengra tímabil því það var í júlímánuði 1905 sem Matthías Þórðarson frá Móum gaf út fyrsta tölublaðið og var hann jafnframt ritstjóri. Útgáfan féll niður á árunum 1909-1912 en síðan hefur hún verið reglubundin. Fiskifélag Íslands var útgefandi lengst af þangað til Athygli ehf. keypti blaðið árið 2000. Þriðja tölublað afmælisárgangsins, sem kemur út í lok marsmánaðar nk., verður helgað afmælinu og er ætlunin að standa veglega að verki. Allar ábendingar um gott efni í sögulega upprifjun eru vel þegnar. Áhugasamir hafi samband við Óskar Þór Halldórsson ritstjóra í síma 898 4294 eða á netfangið oskar@athygli.is Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að vera með í því blaði eru hvattir til að hafa samband við Ingu Ágústsdóttur sölustjóra í síma 898 8022. Vegleg afmælisútgáfa í marsmánuði aegirJAN2007.indd 2 2/2/07 12:08:03 PM

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.