Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Síða 9

Ægir - 01.01.2007, Síða 9
9 U M H V E R F I S M Á L Rekstrarleiga á björgunarbátum Kostirnir eru ótvíræðir • Engin útborgun, fjárbinding eða lokakostnaður • Engar aukagreiðslur fyrir árlegar skylduskoðanir • Enginn biðtími frá veiðum vegna skoðunar • Eitt fast mánaðargjald • Hagstætt leiguverð Upplýsingar í síma: 5200 500 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Nýtt! Í sjávarútvegsráðuneytinu og hjá ýmsum hagsmunaaðil- um hefur verið rætt mikið að undanförnu um umhverf- ismerkingar og sýnist sitt hverjum. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar sl. haust var málið ofarlega á baugi og þar kom greinilega fram vilji fundarmanna til þess að tekið verði upp íslenskt umhverfismerki, en ekki svokallað MSC (Marine Stewardship Council) merki. „Það fer ekki á milli mála að stórir fiskkaupendur vilja í auknum mæli kaupa fisk úr fiskistofnum sem ekki er hætta á að gengið sé of nálægt,” segir Kristján. Kristján segir að vinna varðandi umhverfismerkingar hafi verið og sé í fullum gangi á vettvangi Fiskifélags Íslands og aðildarfélaga þess, og þess sé að vænta að á þessu ári skýrist hvað út úr þessari vinnu komi. Kristján segir ýmis sjónarmið uppi í þessari umræðu. Meðal annars velti menn fyrir sér ávinningnum af því að búa til sérstakt umhverfismerki fyrir Ísland eða að fá mögulega þriðja aðila til þess að votta að Íslendingar stundi sjálfbærar fiskveiðar. Nú sé unnið mark- visst að nánari útfærslu slíkra valkosta. „Kaupendur fiskafurða kalla eftir því hvernig við Íslendingar ætlum að haga þessum málum og því er mik- ilvægt í mínum huga að kom- ast að niðurstöðu varðandi umhverfismerkingar sem fyrst. Þessi krafa frá fiskkaupend- um er hvað ríkust í Bretlandi, en einnig í Bandaríkjunum og Þýskalandi,” segir Kristján. Góð ímynd Íslands Kristján segist meta það svo að staða Íslands sé góð til þess að takast á við vaxandi umræðu um umhverfismál, enda hafi Ísland góða ímynd. „Í þessu hefur oft verið bent á landhelgismálið og hvernig við Íslendingar stóðum að málum til þess að vernda fiskistofna. Einnig er horft til fiskveiðistjórnunarkerfis okkar og hvernig við stöndum að því að takmarka sóknina í fiskistofnana. Þeir sem á annað borð velta þessum málum fyrir sér með ábyrgum hætti átta sig á því fyrir hvað við Íslendingar stöndum í þessum efnum. Hins vegar má ekki gleyma því að til- tölulega fáir móta umræðuna um umhverfismál og við megum ekki vanmeta það. Þvert á móti verðum við að vera vel á varðbergi, taka þátt í umræðunni og vera ötulir við að koma réttum upplýs- ingum á framfæri,” segir Kristján Þórarinsson. Kristján Þórarinsson: „Kaupendur fiskafurða kalla eftir því hvernig við Íslendingar ætlum að haga þessum málum og því er mikilvægt í mínum huga að komast að nið- urstöðu varðandi umhverfismerkingar sem fyrst.” aegirJAN2007.indd 9 2/2/07 9:11:40 AM

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.