Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 13

Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 13
13 anir og háskóla og höfum í þeim efnum ákveðna fyr- irmynd frá háskólanum í Nýfundnalandi. Þar hefur verið settur mikill kraftur í hagnýtar rannsóknir í skel- rækt og það hefur skilað góðum árangri. Ég veit að í Háskólanum á Akureyri hafa menn áhuga á að koma á slíku samstarfi við skelrækt- endur hér á landi, sem er mjög jákvætt,” segir Jón Páll. Tímamót í greininni Á margan hátt má segja að hérlend skelrækt sé á ákveðn- um tímamótum. Grunnrann- sóknir eru að baki, sem fyrr segir, og aflað hefur verið margvíslegra upplýsinga sem koma sér vel fyrir framhaldið. Jón Páll segir ljóst að fleiri en Norðurskel hafi hug á því að taka skref framávið í skelrækt. Fyrirtækið Breið ehf í Breiða- firði hefur fengið góða ásetu, vöxt og gæði í tilraunarækt. Fleiri aðila mætti nefna sem hafa hug á því að stækka við sig á næstunni. Sama eigi við um skelræktendur í Patreks- firði, Tálknafirði, Ísafjarð- ardjúpi, Mjóafirði og Hamars- firði. „Það má orða það svo að menn séu komnir með ákveðið sjálfstraust og reynslu til þess að taka næstu skref og ef horft er 10-15 ár til baka voru menn ekki vissir um að verðið fyrir skelina myndi bera reksturinn. En það hefur breyst. Eftirspurnin hefur verið að aukast og verð fyrir bláskel á Evrópumarkaði hefur hækkað um 70% á síð- ustu þremur árum. Það hefur hreinlega verið erfitt að anna eftirspurninni, ekki síst vegna þess að eiturþörungatimabilin hafa verið að lengjast við strendur Evrópu vegna trú- lega hækkandi hitastigs sjáv- ar. Þetta hefur leitt til minnk- andi framleiðslu ræktenda á meginlandi Evrópu, sem aftur hefur orðið til þess að kaup- endur á bláskel eru farnir að horfa í aðrar áttir og þá fyrst og fremst hingað norður, þar sem sjórinn er kaldari.” Skelræktin hefur marga kosti „Markaðurinn fyrir bláskel er fjölbreytilegur. Í fyrsta lagi heil fersk bláskel, í öðru lagi forsoðin, fryst skel og í þriðja lagi lifandi skel í lofskiptum umbúðum, en flutningur á lif- andi skel hefur verið að þró- ast. Innan Evrópusambands- ins er sú aðferð orðin við- urkennd að flytja skel til umlagningarstöðvar þar sem hún er sett í sjó og hresst við. Ég tel að við Íslendingar eigum að stefna að útflutningi á ferskri, lifandi hágæðaskel. Hæsta verðið fyrir ferska, lif- andi skel er komið í þrjár evrur á kílóið,” segir Jón Páll og bætir við að markaðurinn fyrir bláskel sé stór í Evrópu og svo virðist sem hann sé stöðugur og vaxandi. „Stærsti munurinn á skelrækt og fisk- eldi almennt er fóðrunar- kostnaður. Þó svo að kíló- verðið fyrir skelina sé lægra en fyrir eldisfisk, þá ber að hafa í huga að framleiðslu- kostnaður pr. kíló fyrir skel er ekki nema um fjórðungur af framleiðslukostnaði við eld- isfisk. Í fiskeldinu eru sjúk- dómar ákveðin ógn, en ekki er um það að ræða í skel- ræktinni. Að öllu samanlögðu hefur skelræktin marga kosti umfram fiskeldið, þar sem menn hafa óneitanlega verið og eru að glíma við ákveðin vandamál,” segir Jón Páll. Eigum að skapa okkur gæða- ímynd Erlendir kaupendur horfa til Íslands sem gæðalands varð- andi sjávarafurðir, að sögn Jóns Páls. „Þess vegna teljum við að við eigum að markaðs- setja íslenska bláskel sem gæðavöru og freista þess að ná hæstu verðum fyrir hana. Vissulega hefur það kostað töluverða fjármuni að halda okkur í „ólympíuflokknum”, en á móti er þar mikil eft- irspurn og bestu verðin. Nú þegar hefur verið sýnt fram á að hér getum við framleitt gæðaskel með mikla holdfyll- ingu. Hreinleiki umhverfis hjálpar mikið. Hér erum við ekki að glíma við þau meng- unarvandamál sem gerir í æ meira mæli vart við sig í Evr- ópu. Þetta reiknast okkur til tekna,” segir Jón Páll. Ef allt gengur upp er unnt S K E L R Æ K T Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri Norðurskeljar í Hrísey (t.v.), og Björn Theodórs- son, fiskeldisfræðingur. Jón Páll Baldvinsson, formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka skelræktenda. „Það má segja að Norðurskel sé eina fyrirtækið enn sem komið er sem stefnir ein- dregið á útflutning. Síðan eru önnur fyrirtæki sem hafa verið í skelrækt í minna mæli og sett út allt frá 1 og upp í 10-15 línur fyrir innanlandsmarkað,” segir Jón Páll Baldvinsson. aegirJAN2007.indd 13 2/2/07 9:11:50 AM

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.