Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2007, Page 14

Ægir - 01.01.2007, Page 14
14 að fá uppskeru í bláskelinni eftir þrjú ár frá því að hengi- línurnar eru settar út. Jón Páll ítrekar að und- anfarin ár hafi skelræktun hér á landi verið í litlum mæli, en í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga og reynslu ræktenda sé ljóst að skelræktun muni færast í aukana á Íslandi á næstu misserum og árum. Ljóst sé að samtaka skelræktenda bíði verðugt verkefni við að kynna þessa atvinnugrein fyrir fjár- festum og lánastofnunum og það hljóti að segja einhverja sögu um að skelrækt á Íslandi sé vænleg að erlendir aðilar sem lengi hafi verið í þessari atvinnugrein hafi sýnt því áhuga að fjárfesta í hérlend- um skelræktarfyrirtækjum. Slíkt hljóti að vera styrkur fyrir þessa atvinnugrein sökum þess að því fylgi fjár- magn inn í greinina og einnig umtalsverð þekking. Skelræktarráðstefnan Efnt var til ráðstefnu á Hótel KEA 12. janúar sl. um skel- rækt þar sem margvíslegar upplýsingar komu fram. Helsta niðurstaða ráðstefn- unnar var sú að Íslendingar eigi mikla möguleika á að flytja út bláskel, aðstæður séu góðar og eftirspurn vaxandi. Nefnt var að skelrækt hefði ýmsa kosti, vaxandi spurn væri eftir skel og verð í Evr- ópu hafi hækkað um 70 pró- sent á síðustu þremur árum. Skelræktin væri laus við flest vandamál eins og sýkingar og tjón af náttúrulegum ástæð- um. Fóðrunarkostnaður sé ekki fyrir hendi þar sem skel- in nærist sjálf á náttúrulegan hátt. Hreinleiki sjávar við Ísland og gæðaímynd gefi íslenskum afurðum forskot og hærri afurðaverð. Íslendingar eigi öfluga söluaðila á besta skelmarkaði heims, Evrópu. Fyrirlesarar lögðu ríka áherslu á að Íslendingar ættu að stefna að gæðaframleiðslu og varðveita ímynd íslensks sjáv- arfangs. 800 þúsund tonna markaður í Evrópu Fyrirmyndin að markvissri uppbyggingu bláskeljaræktar er í Kanada, en þar tókst að byggja þennan atvinnuveg upp þegar kreppti að í hefð- bundnum fiskveiðum. Stjórnvöld í Kanada settu af stað sérstakt átaksverkefni í bláskeljarækt, sem gaf ríkan ávöxt og gerði það að verk- um að þekkingu á bláskelja- ræktun hefur fleygt fram á svæðinu. Þetta hefur skilað ábatasömum rekstri og reist við ýmsar byggðir, sem nán- ast hrundu til grunna við hrun í bolfisktegundum. Á Evrópumarkaði er neyslan um 800 þúsund tonn af blá- skel en Bandaríkjamarkaður er ekki nema um 60 þúsund tonn. Á bláskeljaráðstefnunni á Akureyri kom fram hjá Roger Riggs, sölustjóra hjá Icelandic Group í Bandaríkjunum, að verð á bláskel hafi hækkað á Bandaríkjamarkaði síðustu misseri og búast mætti við frekari verðhækkunum þegar bandarískir neytendur snúi sér í auknum mæli að sjáv- arfangi vegna aukinnar heilsuvitundar. Roger sagði „Icelandic” vera afar sterkt vörumerki í Bandaríkjunum og standa fyrir „mestu gæði” í huga neytenda. Bláskel frá Íslandi hafi því forskot á markaði vegna sterkrar ímyndar íslensks sjávarfangs. Í máli Tómasar Ingvasonar frá Polar Import-Export í Þýska- landi kom fram að verð á bláskel hafi hækkað um 70% á síðustu þremur árum á Evr- ópumarkaði. Fram kom hjá Tómasi að nokkur skortur hafi verið á bláskel undanfar- ið ár og heildsalar ekki getað annað eftirspurn. Tómas sagði það skipta öllu máli að S K E L R Æ K T Nokkrir af þátttakendum á skelræktarráðstefnunni á Akureyri eru hér í skoðunarferð í Mývatnssveit. Efri röð frá vinstri: Jón Páll Baldvinsson, Gary Rogers, Þórarinn Þór- arinsson, Gunnar Páll Hálfdanarson, Víðir Björnsson, Björn Theodórsson, Jeffrey Davidson, Kent Ferguson, Brian K. Fenker og Tómas Ingvason. Fremri röð frá vinstri: Lindsey Angus, Thomas J. Brown, Tracy Granter, Peter Michelsen og Cyr Cout. aegirJAN2007.indd 14 2/2/07 9:11:58 AM

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.