Ægir - 01.01.2007, Page 16
16
Færri alvarleg slys til sjós
„Ég held að staða öryggismála
hjá sjómönnum hér á landi sé
alveg þokkaleg,” svarar Hilm-
ar þegar hann er í upphafi
viðtalsins spurður um hvernig
þessum málum sé almennt
háttað hér á landi. „En vissu-
lega má alltaf gera betur og
það segi ég vegna þess að
ennþá eru um þrjú hundruð
sjómenn sem slasast á ári
hverju. Þetta eru vissulega
misalvarleg slys, en engu að
síður gefa þessar tölur til
kynna að flesta daga ársins er
sjómaður að slasast við vinnu
sína, sem hlýtur að vera
mikið áhyggjuefni og okkur
ber að vinna gegn þessu eins
og við getum. Undanfarin
rösk ellefu ár hef ég setið í
Rannsóknarnefnd sjóslysa og
á þeim tíma hefur helsta
Ö R Y G G I S M Á L S J Ó M A N N A
Markmiðið
er að útrýma slysum úti á sjó
- segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna
Öryggismál sjómanna er verkefni sem aldrei lýkur. Sjómenn
verða aldrei fullnuma í þeim fræðum. Ekki svo að skilja að þessi
fræði séu það torskilin að menn nái aldrei prófinu. Síður en svo.
En það er nauðsynlegt að minna menn stöðugt á að vera á varð-
bergi og missa aldrei sjónar á því að búa sér og vinnufélögunum
um borð í bátum og skipum sem mest og best öryggi. Hilmar
Snorrason hefur stýrt Slysavarnaskóla sjómanna í sextán ár og
þekkir því vel til þróunar öryggismála sjómanna hér á landi.
Hann hefur sömuleiðis púlsinn á því hvernig við Íslendingar
stöndum okkur í þessum efnum í samanburði við aðrar þjóðir.
Hilmar er í Ægisviðtali um öryggismál sjómanna.
aegirJAN2007.indd 16 2/2/07 9:12:08 AM