Ægir - 01.01.2007, Side 19
19
um er skylda að halda æfing-
ar – þegar eldur kemur upp í
skipi, þegar þarf að yfirgefa
skipið eða þegar maður fellur
fyrir borð. Á mörgum skipum
gera menn þessar æfingar, á
öðrum ekki, þrátt fyrir að
lagaleg skylda sé að þessar
æfingar skuli fara fram einu
sinni í mánuði um borð í
skipum sem eru lengri en
fimmtán metrar. Því miður
hafa nemendur hér í Slysa-
varnaskóla sjómanna sagt mér
það blákalt að þeir hafi aldrei
tekið þátt í æfingum um borð
í skipi. Þetta er alvarlegt mál.
Á kaupskipunum geta menn
búist við að fá skoðunarmenn
um borð í skipin í erlendum
höfnum og þeir geta krafið
áhafnirnar á staðnum um
æfingar um borð. Ef í ljós
kemur að kunnátta áhafn-
arinnar er minni en krafist er
geta skipstjórnendur átt það á
hættu að viðkomandi skip sé
kyrrsett og sú kyrrsetning
getur, ef því er að skipta,
varað í nokkra sólarhringa og
getur kostnaðurinn af henni
numið allt að hundrað þús-
und dollurum. Væntanlega
vill enginn skipstjóri vera
með slíkan verðmiða á bak-
inu. Hér á landi er heimild til
þess að láta áhafnir fiskiskipa
framkvæma æfingar fyrir
skoðunarmenn, en því heim-
ildarákvæði hefur ekki verið
beitt. Það er mín skoðun að
það sé ein af þeim leiðum
sem væri hægt að fara til þess
að halda mönnum svolítið við
efnið. En það má líka taka
inn í þetta að menn eiga að
setjast niður og skoða vinnu-
ferla um borð í skipunum,
menn skoði vinnuumhverfið
og ræði um hvar líkur séu á
að geti orðið slys um borð í
skipunum og hvernig sé hægt
að koma í veg fyrir þau.
Menn mega ekki gleyma því
að jafnvel þótt greidd séu
laun í veikindum eða menn
eigi kost á einhverjum trygg-
ingarbótum, þá eru þær aldrei
þess virði að tapa heilsu fyrir.
Það er full ástæða til þess
að undirstrika að útgerðin ber
ekki ábyrgð á því hvort
haldnar eru æfingar um borð
um skipum. Samkvæmt
lögum ber skipstjórinn ábyrgð
á því. Það er mín ráðlegging
til útgerðanna að þær gangi
eftir því við viðkomandi skip-
stjóra að þessari lagaskyldu
sé sinnt og öryggismálin um
borð séu í lagi.”
Öryggisvitund sjómanna hefur
aukist
- Er öryggisvitund sjómanna
mismunandi eftir aldri?
„Ég á erfitt með að segja til
um það. Tölur hafa raunar
sýnt að aldur þeirra sjómanna
sem slasast fer hækkandi, en
hins vegar má ekki gleyma
því að lífaldur sjómanna fer
einnig hækkandi. Ég vil trúa
því að með nýjum kynslóðum
komi nýir siðir. Ég vona að
áróður í þjóðfélaginu varð-
andi t.d. umferðaröryggi skili
sér út í þjóðfélagið í almennt
meiri öryggisvitund. Og ég
vona og trúi því að það eigi
líka við um sjómennskuna.”
- Þú nefndir áðan að þú
hafir setið undanfarin ellefu
ár í Rannsóknarnefnd sjó-
slysa og þar séu tiltækar mikl-
ar upplýsingar varðandi slys
á sjó. Hafa þessar upplýsingar
verið flokkaðar og gerðar
öllum aðgengilegar?
„Rannsóknarnefnd sjóslysa
er með vefsíðu sem ég tel að
hver einasti sjómaður ætti að
fara reglulega inn á. Slóðin er
www.rns.is. Á síðunni eru
upplýsingar um slys á sjó og
er nú leitast við að koma nið-
urstöðum rannsókna um slys
inn á síðuna innan sex mán-
uða frá slysi. En vissulega er
mikið af upplýsingum frá fyrri
tíð sem á eftir að vinna og
gera fólki aðgengilegar í
gagnagrunni.”
Nauðsynlegt að skoða vinnu-
ferli á gagnrýninn hátt
- Hverskonar slys eru algeng-
ust til sjós?
„Í langflestum tilfellum er
um að ræða svokölluð fall-
slys. Mönnum verður fóta-
skortur og þeir falla á dekk-
inu eða annars staðar í skip-
inu. Oft þurfa menn ekki að
falla úr mikilli hæð til þess að
slasast illa. Síðan er alltaf
töluvert um að menn klemm-
ist.”
- Þú vilt ekki telja að sjó-
mennskan sé hættulegra starf
en mörg störf í landi, t.d.
verksmiðjustörf, í bygging-
ariðnaði o.fl?
„Nei, ég tel að svo þurfi
ekki að vera. Að vísu er
vinnustaðurinn, þ.e. skipið, á
hreyfingu og það getur skap-
að ákveðna hættu. En sjó-
menn venjast þessari hreyf-
ingu og því ætti hún út af
fyrir sig ekki að vera sérstak-
ur áhættuþáttur. Annar
áhættuþáttur er einfaldlega
þreyta. Vaktavinnan getur
farið illa í menn og gert það
að verkum að þeir þreytist.
Ég hef sagt við nemendur hér
að skoða hvort mögulega sé
hægt að breyta vaktavinnufyr-
irkomulaginu um borð og
skapa mannskapnum jafnari
hvíld. Rannsóknir sýna að
Ö R Y G G I S M Á L S J Ó M A N N A
Á námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna er þyrlan gjarnan til taks. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
aegirJAN2007.indd 19 2/2/07 9:12:14 AM