Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Síða 20

Ægir - 01.01.2007, Síða 20
20 þreyta er einn af helstu óvin- um manna þegar kemur að slysum. Þreyta gerir það að verkum að menn missa ein- beitinguna og því fylgir aukin slysahætta. Á sex tíma vökt- um úti á sjó er hættan sú að menn nýti ekki frívaktirnar nægilega vel til þess að hvíl- ast, sem er þeim bráðnauð- synlegt. Það er auðvitað ein- staklingsbundið en almennt má segja að reglan sé að hver maður þurfi átta tíma svefn til þess að geta tekist á við næstu vinnulotu. Þreyttur maður tekur meiri áhættu og gerir frekar mistök. Það vita allir sem verða langþreyttir að þreytan getur skapað ergelsi hjá viðkomandi og ýmsir lík- amlegir kvillar koma fram. Auðvitað er það svo að vakta- vinna þreytir fólk. Ég hef séð rannsókn á vinnuferli um borð í kaupskipi þar sem voru fjögurra tíma rúllandi vaktir. Eftir þrjátíu daga úthald komu fram áberandi þreytueinkenni hjá áhöfn- inni.” Um hundrað námskeið á síð- asta ári - Hversu margir koma á ári hverju á námskeið hjá Slysa- varnaskóla sjómanna? „Hingað koma að með- altali um 1300 manns á nám- skeið á ári. Á síðasta ári buðum við upp á rúmlega hundrað námskeið og þau hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi námskeiða hefur nánast tvö- faldast frá því ég hóf hér störf fyrir tæpum sextán árum. Okkar helsta vandamál er að menn skila sér illa inn á nám- skeiðin. Helsta áherslan er á grunnnámskeið og end- urmenntun, en við erum líka með sértæk námskeið. Í því sambandi get ég nefnt nám- skeið fyrir áhafnir kaupskipa, námskeið fyrir áhafnir far- þegaskipa og farþegabáta o. fl. Á hvert grunnnámskeið skráum við 35-45 manns í þeirri von að minsta kosti tíu skili sér á námskeiðið. Þeir sem hafa skráð sig á nám- skeið skulu staðfesta þátttöku sína tíu dögum fyrir nám- skeiðið. Auk þess hringjum við í menn til þess að ganga úr skugga um að þeir mæti örugglega á námskeiðið. En það er alltof mikið um að menn mæti ekki þó þeir hafi skráð sig. Í dag byrjaði hér námskeið og á það voru 38 skráðir, en aðeins níu mættu til leiks. Þetta er vissulega afar slæmt fyrir okkur, en ekkert síður er þetta slæmt fyrir þá sjómenn sem trassa að mæta á námskeiðin og hina sem bíða eftir að komast að hjá okkur. Menn virðast ekki átta sig á því að þeir hafa aðeins einn frest til þess að sækja öryggisfræðslu og síðan ekki söguna meira. Það þýðir með öðrum orðum að sá sem skráir sig á námskeið en mætir ekki á það fær ekki lögskráningu fyrr en hann er búinn að fara á námskeiðið. Það er því alvörumál að mæta ekki á námskeið og menn verða að gera sér grein fyrir því. Við eigum ekki í jafn mikl- um erfiðleikum varðandi þetta á endurmenntunarnám- skeiðunum. Engu að síður voru 106 pláss á endurmennt- unarnámskeiðunum ónotuð á síðasta ári. Með öðrum orðum þá mættu ekki 106 af þeim sem höfðu skráð sig til leiks á endurmenntunarnámskeiðin og því urðu jafnmargir menn af þeim möguleika að mæta á slík námskeið. Auðvitað er þetta afar bagalegt.” Kunnáttan úr Slysavarnaskóla sjómanna skilar sér - Finnst mönnum ef til vill kvöð að mæta á námskeið hjá ykkur? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að vandamálið sé frekar að menn finni sér ekki Ö R Y G G I S M Á L S J Ó M A N N A Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust í Ólafsfirði, sem að stórum hluta er skipuð sjó- mönnum á frystiskipi Þor- móðs ramma-Sæbergs, hefur í gegnum árin stutt dyggilega við bakið á starfi Slysavarna- skóla sjómanna með fjárfram- lögum. Hljómsveitin hefur gefið út nokkra diska og aldrei hefur markmiðið verið að græða á útgáfunni. Hafi einhver ágóði verið hefur honum verið varið til björgunar- og slysa- varnamála. Í það heila hefur Roðlaust og beinlaust gefið um fjórar milljónir króna til þessara mála. Þann 27. janúar sl. lögðu þeir félagar í Roðlausu og beinlausu í samvinnu við útgáfufyrirtækið Mogomusic ehf. í Ólafsfirði enn gjörva hönd á plóg þegar þeir afhentu Slysavarnaskóla sjó- manna ávísun að upphæð kr. 1,3 milljónir króna. Þessir fjár- munir eru ágóði af sölu á nýj- asta diski þeirra félaga sem þeir gáfu út sl. haust og er ennþá í sölu. Full ástæða er til þess að taka ofan hattinn fyrir strák- unum á Kleifaberginu, sem með þessu vilja efla og styrkja það starf sem unnið er í Slysavarnaskóla sjómanna. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust í Ólafsfirði: Gaf Slysavarnaskóla sjómanna 1,3 milljónir króna Í tilefni af afhendingu gjafarinnar tóku nokkrir af strákunum í Roðlaust og bein- laust lagið. Sjómenn á Kleifaberginu ásamt fulltrúum Slysavarnaskóla sjómanna með ávís- unina góðu. Myndir: Rögnvaldur Jónsson/Ólafsfirði. aegirJAN2007.indd 20 2/2/07 9:12:15 AM

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.