Ægir - 01.01.2007, Page 27
27
í samtali við Ægi að gríð-
arlega mikil starfsemi hafi
verið í slippunum í Eyjum
þegar mest var. Í Sælaslipp
hafi verið unnt að taka allt að
20 báta, en 10-12 báta í „Aust-
urslipp”. Mitt á milli slippanna
hafi síðan verið Vélsmiðjan
Magni og því hafi svæðið
verið iðandi af athafnasemi
og mannlífi. Kristján segir að
slipparnir hafi verið leiksvæði
krakkanna þegar hann var að
alast upp, en það sé af sem
áður var. Nú sjáist krakkar
ekki á þessu svæði, tölvan
hafi tekið við af adráttarafli
slippanna.
Kristján rifjar upp að þegar
byrjaði að gjósa í Vestmanna-
eyjum 23. janúar 1973 hafi
Grímsey ST 1 verið í smíðum
í Sælaslipp – búið var að
bandreisa bátinn. Þá voru
góð ráð dýr. Brugðið var á
það ráð að hluta bátinn í
sundur og flytja í land og var
lokið við smíðina í Kópavogi.
Eftir gos var fyrirtækið flutt
aftur til Eyja og haldið áfram
þar sem frá var horfið. En
síðan fór smám saman að
halla undan fæti, enda hafði
stálið ýtt eikinni til hliðar. Og
nú er svo komið að ekki er
lengur hægt að taka báta í
slipp í Eyjum. Það er af sem
áður var.
Sem fyrr segir var Sælahús-
ið rifið í desember sl. og þess
í stað mun Vinnslustöðin
reisa olíu- og lýsistanka á lóð-
inni.
Bátasmíði í Eyjum hófst upp
úr aldamótum
Í fróðlegri samantekt Tryggva
Sigurðssonar í Sjómannadags-
blaði Vestmannaeyja árið
1995 kemur fram að fljótlega
upp úr aldamótunum 1900
hafi Eyjamenn hafist handa
við að smíða vélbáta og áður
en yfir lauk hafi þeir verið
orðnir um sjötíu talsins. Fyrstu
bátarnir, 8-12 rúmlestir að
stærð, munu hafa verið smíð-
aðir undir svokölluðum Skip-
hellum, en fljótlega var farið
að smíða allt að 20 rúmlesta
báta og þá fluttist smíði
bátanna niður í fjöru á þann
stað sem Herjólfsafgreiðslan
var og einnig þar sem gömlu
slipparnir voru síðar settir
upp. Frumkvöðlar í bátasmíð-
inni í Eyjum voru m.a. Ástgeir
Guðmundsson frá Litlabæ, afi
Ása í Bæ, sem smíðaði tólf
báta á árunum 1906-1918, og
Daninn Jens Andersen, sem
smíðaði sex súðbyrðinga á
árunum 1913-1916, Magnús
Jónsson, sem smíðaði ellefu
báta, Magnús Magnússon,
sem smíðaði tvo báta, Þórður
Jónsson, sem smíðaði einn
bát, Guðmundur Jónsson frá
Háeyri, sem smíðaði fjóra
báta og Gunnar Marel Jóns-
son, sem smíðaði ellefu báta.
Gunnar Marel var einn af
stofnendum Dráttarbrautar
Vestmannaeyja árið 1925 og
kom lengi við sögu bátasmíði
í Eyjum. Af bátum sem hann
smíðaði má nefna Auði VE 3,
Kristbjörgu VE 70, Skíðblaðni
VE 287, Helga VE 333 – 120
tonna skip sem var þá stærsta
skip sem smíðað hafði verið
á Íslandi, Jötun VE 273, Blá-
tind VE 21 og Hvíting VE 21
S A G A N
Í ítarlegri grein í Sjómanna-
dagsblaði Vestmannaeyja
árið 2002 fjallar Gísli H.
Brynjólfsson um smiði Helga
Helgasonar VE 343 og
aðdragandann að smíði
hans, en faðir hans, Brynj-
ólfur Einarssonar, bátasmið-
ur, flutti til Eyja árið 1933
og kom síðan mjög við sögu
báta- og skipasmíða í Vest-
mannaeyjum.
Árið 1941 fór Brynjólfur
til Akureyrar og fylgdist með
smíði Snæfellsins. Upp úr
þessari heimsókn hóf hann
að teikna stórt skip, Helga
Helgasonar VE 343, 189
metra langt, og smíði þess
hófst síðan árið 1943. Þetta
var viðamikil smíði og um
margt flókin. Skipið var sjó-
sett 7. júní 1947 og hafði
smíðin þá staðið í um fjögur
ár. Skipið fór rakleiðis á
síldveiðar fyrir Norðurlandi.
„Helgi Helgason VE 343
reyndist afburða gott sjóskip
og hafði mjög mikið burð-
arþol. Hann var stærsta skip
sem smíðað hafði verið á
Íslandi. Það skip sem næst
var að stærð var Edda úr
Hafnarfirði sem var smíðuð
þar og var 183 tonn. Með
þessum skipum lauk stór-
skipasmíði tréskipa á
Íslandi,” segir Gísli H. Brynj-
ólfsson m.a. í grein sinni í
Sjómannadagsblaði Vest-
mannaeyja.
Helgi Helgason gekk í
um tuttugu ár en þá urðu
menn varir við fúa í skipinu.
Skipið var sagað í sundur til
þess að komast fyrir fúann,
en þegar til kom þótti ekki
svara kostnaði að end-
urbyggja skipið, enda komn-
ir nýir tímar með nýjum
kröfum. Örlög skipsins urðu
því þau að það var brennt
norðan við Slippstöðina á
Akureyri.
Helgi Helgason VE 343
fjögur ár í smíðum
Hafnsögubáturinn Léttir tekinn upp í slippinn í Eyjum 18. október sl., en þetta var
síðasti báturinn sem var tekinn þar upp. Að því unnu Þórólfur Vilhjálmsson, Ægir
Sigurjónsson og Óskar P. Friðriksson. Mynd: Óskar P. Friðriksson.
Hér er Sælahúsið að hverfa og þar með var settur punktur aftan við merka sögu
slippanna í Eyjum. Mynd: Kristján Egilsson.
aegirJAN2007.indd 27 2/2/07 9:12:37 AM