Ægir - 01.01.2007, Side 28
28
„Sjávarútvegur í Namibíu er
atvinnugrein í vexti, sem hefur
þó jafnframt leitt af sér þróun
sem um margt er svipuð því
sem gerst hefur hér á landi. Í
öllum löndum og á öllum
tímum hefur fólk flutt búferl-
um í leit að betra lífi. Fyrir
nokkrum áratugum þyrptist
fólk úr sveitum á Íslandi í
byggðarlögin við ströndina,
enda var afkoma fólks þar
með ágætum. Í dag er
nákvæmlega þetta að gerast í
Namibíu. Tekjur fólks, sem
hefur vinnu í hafnarborgunum,
eru bærilegri og því er fólk
sem býr inn til landsins að
flytjast út að ströndinni, þar
sem það eygir bjartari fram-
tíð,” segir Vilmundur Víðir Sig-
urðsson, sem í desember sl.
snéri aftur heim til Íslands
eftir störf í hálft sjöunda ár á
vegum Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands við uppbyggingu
sjómannamenntunar þar.
Þróunarsamvinna með
fátækum þjóðum er hluti af
þeim skyldum sem Íslending-
ar þurfa að sinna, til að geta
talist þjóð meðal þjóða. Verk-
efni Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands hafa verið á
Grænhöfðaeyjum, í Malaví,
Mósambik og Úganda auk-
inheldur sem gerðir hafa
verið samningar um þróun-
arsamvinnu við stjórnvöld í
Sri Lanka og Nikaragúa. Í
sautján ár hafa Íslendingar
sinnt þróunaraðstoð í Nami-
bíu eða allt frá því landið
fékk sjálfstæði frá Suður- Afr-
íku árið 1990. Á þeim árum
sem liðin eru síðan þessi þró-
unaraðstoð hófst hefur verið
lögð áhersla á sjávarútveg í
samræmi við óskir stjórnvalda
í landinu. Starfið hefur meðal
annars falist í því að koma á
laggirnar sjómannaskóla sem
Namibíumenn hafa nú tekið
yfir og starfrækja á eigin
vegum.
Úr sjávarútvegi í félagsleg
verkefni
Að sögn Gunnars Salvarsson-
ar, almannatengslafulltrúa
Þróunarsamvinnustofnunar
Íslands, má í dag líta svo á,
að helstu og mikilvægustu
þróunarverkefni Íslendinga í
sjávarútvegi í Namibíu séu
komin í höfn. Því verða við-
fangsefnin í næstu framtíð
einkum á sviði mennta- og
S J Á V A R Ú T V E G U R Í N A M I B Í U
Þróunarverkefni Íslendinga við sjávarútveg í Namibíu að ljúka:
Tvöfölduðu aflann með
íslenskum aðferðum
Hér er Vilmundur Víðir Sigurðsson annar frá vinstri. Ægi er ekki kunnugt um nafnið á manninum sem er vinstra megin við hann á myndinni. Hægra megin við hann eru
Abraham Iyambo, sjávarútvegsráðherra Namibíu, Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar og Sig-
hvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
aegirJAN2007.indd 28 2/2/07 9:12:42 AM