Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2007, Side 32

Ægir - 01.01.2007, Side 32
32 altalið þá er Namibía alveg á mörkum þess að geta kallast þróunarland. Misskipting lífs- gæðanna er hins vegar mikil.” Sem fyrr segir lauk Víðir störfum sínum í Namibíu í desember sl. og hélt þá heim eftir störf ytra í hálft sjöunda ár. Hann er nú kominn á eft- irlaun er sinnir þó í ígripum kennslu við Fjöltækniskólann, áður Stýrimannaskólann. „Það er ekki spurning að margt í starfi og áherslum Fjöltækni- skólans mætti flytja út, enda óskuðu stjórnendur sjó- mannaskólans í Walvis Bay eftir að komast í samband við systurskóla hér á landi. Nú er það samband komið á og Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöl- tækniskólans kom og heim- sótti skólann ytra ekki alls fyrir löngu. Eins er til staðar samband við stjórnendur Slysavarnarskóla sjómanna og þá sem stýra veiðarfærabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja,” segir Víðir og minnir einnig á að allmargir Namibíumenn hafi komið hingað og stund- að nám við Sjávarútvegshá- skóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur höfuðstöðvar hér á landi og starfar í skjóli Haf- rannsóknastofnunarinnar. Að leggja sitt af mörkum „Starf við þróunaraðstoð er ákaflega skemmtilegt. Hins vegar verða menn að vera undir það búnir að hlutirnir gangi ekki jafn hratt og þeir sjálfir kjósa. Starfið er unnið á forsendum heimamanna á grundvelli tvíhliðasamnings milli landanna. Þegar litið er til lengri tíma sést óneitanlega mikill árangur af þróunarað- stoð Íslendinga í Namibíu síð- ustu ár. Kominn er á fót sjó- mannaskóli, stundaðar eru hafrannsóknir sem ef til vill þyrftu að aukast og þroskast frekar og fiskveiðistjórnunar- kerfi hefur verið sett á lagg- irnar. Það þarf því ekki að deila um árangurinn og ánægjulegt er að hafa lagt sitt af mörkum,” segir Vilmundur Víðir Sigurðsson að síðustu. Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson. S J Á V A R Ú T V E G U R Í N A M I B Í U Sjómannaskólinn er við höfnina í Walvis Bay. Uppbygging skólastarfsins hefur tekist vonum framar. aegirJAN2007.indd 32 2/2/07 9:13:07 AM

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.