Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 35

Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 35
35 Þann 5. janúar sl. kom Guð- mundur VE-29, sem Ísfélag Vestmannaeyja gerir út, til Vestmannaeyja eftir gagnger- ar endurbætur í Nauta skipa- smíðastöðinni í Gdynia í Pól- landi, þar sem skipið var lengt um 12,6 metra og allur vinnslu- og dælubúnaður end- urnýjaður. Óhætt er að full- yrða að skipið hafi tekið mikl- um stakkaskiptum. Guðmundur VE-29 var smíðaður í Noregi árið, en áður hét hann Grindvíkingur GK-606. Skipið er nóta- og togveiðiskip og er gert út á veiðar á uppsjávartegundum, fyrst og fremst loðnu og síld. Að lokinni 12,6 metra lengingu er skipið 77,6 metr- ar að lengd. Eftir sem áður er aðalvél skipsins 4.077 hestafla Wichmann. Stóraukin frystigeta Um borð eru ellefu frystar sem afkasta 150-160 tonnum á sólarhring auk frystivéla- rýmis, sem er nýtt. Áður var frystigetan á sólarhring 90-100 tonn. Frystigetan hefur því aukist um sem næst 50%. Fjórar síldarflökunarvélar eru um borð, sömuleiðis loðnu- og síldarflokkari. Hver flök- unarvél afkastar um 30 tonn- um á sólarhring og því eru sólarhringsafköstin um 120 tonn af síld. Vinnsludekkið hefur verið endurnýjað og innréttingar og tæki í eldhúsi eru ný. Eftir breytingar er unnt að koma fyrir um 850 tonnum af fryst- um afurðum í lestum skips- ins, sem er um helmings aukning frystirýmis. B R E Y T T F I S K I S K I P Endurbættur Guðmundur VE-29 til Eyja Guðmundur VE-29 við komuna til Vestmannaeyja í byrjun janúar. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson/Vestmannaeyjum. Sturla skipstjóri og Elliði Vignisson bæjarstjóri ræða saman. Ásbjörn Garðarsson, fyrrverandi útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja. aegirJAN2007.indd 35 2/2/07 9:13:23 AM

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.