Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Oft er sagt að maður komi í manns stað en hægt er að snúa þessu orðatiltæki upp á sjávarútveginn og segja að fiskur komi í fisks stað. Er þá átt við komu makrílsins inn í lögsög- una og tilkomu hans í vinnslurnar en sem kunnugt er hafa þær búið sig undir í vetur að nýta kolmunnann í vinnslu til manneld- is. Og sannarlega er þessi ágæti fiskur velkominn og kærkom- inn þegar þröngt er um aflaheimildir í þorski og fleiri tegundum og loðnan í lægð. Ægir segir í þessu tölublaði frá frystingu á hausuðum makríl hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og ræðir við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra fyrirtækisins. Eins og skýrt kemur fram hjá honum er um að ræða afskaplega viðkvæmt hráefni á þessum tíma sumars og má lítið útaf bera í fyrstu handtökunum úti á sjó til þess að makríllinn verði óhæfur til frystingar. „Við erum að læra á hverjum degi,” segir Björn Brimar og vísar til þess að nú er fyrsta sumarið sem þetta hrá- efni kemur til frystingar í Vestmannaeyjum og hver dagur fer í reynslubankann. Þegar rætt er um þessa vinnslu og verðmætasköpun kemur upp í hugann að hinn tæknivæddi íslenski sjávarútvegur leggur grunninn að því að hægt sé að gera það verðmæti nú úr makr- ílnum sem raun ber vitni. Í fyrsta lagi eru það hin vel búnu íslensku fiskiskip sem búin eru kælikerfum sem í mörgum til- fellum hafa verið þróuð af íslenskum hugsuðum sem þekkja til þeirra þarfa sem eru úti á sjó. Eins og framleiðslustjóri Ísfé- lagsins bendir á er kælingin algjört frumskilyrði í makrílveiðun- um og að sjómennirnir standi vel að veiðunum, taki lítið í einu og nái að kæla aflann hratt að frostmarki. Í öðru lagi eru það svo hinar öflugu vinnslur í landi sem hafa verið byggðar upp til að taka á móti uppsjávarafla og skila bæði miklum afköstum og góðri nýtingu á hráefninu. Umtals- verð fjárfesting hefur verið síðustu ár í sérhæfðum uppsjávar- vinnslum og makríllinn er kærkomin viðbót sem nýtir þá fjár- festingu. Fyrir nokkrum árum hefðu hvorki útgerðar- né vinnslufyrir- tækin verið í stakk búin að meðhöndla makrílinn á átutíman- um og skapa úr honum þau verðmæti sem raun ber vitni. Og í þessari umræðu má ekki gleyma því mikilvæga atriði að af þessum veiðum og vinnslu skapast mikil atvinna. Með öðrum orðum er þetta hinn dæmigerði vertíðargangur sem þekktur er í sjávarplássunum. Þegar færi gefst á góðum afla, verðmæta- sköpun og atvinnu þá er ekki spurt um stað né stund heldur brugðist við og unnið. Ein hlið enn á auknum makrílveiðum snýr að smábátunum og þeirri spurningu hvort þarna sé komið tækifæri á nýrri teg- und veiða fyrir þá - að minnsta kosti á einhverjum svæðum. Það verður tíminn að leiða í ljós hvort makríllinn er kominn til að vera eða hvort hann er bóla sem hverfur aftur. Margt bendir þó til að svo sé ekki. En eitt er víst að makrílveiðarnar núna og -vinnslan eru gott dæmi um getu sjávarútvegsins hér á landi til að takast á við nýjungar, stunda veiðar af ábyrgð og finna umfram allt leiðir til að hámarka verðmætin. Ritstjórn Ægis gerir nú sumarhlé á útgáfunni og óskar les- endum sínum farsældar í sumar. Fiskur kemur í fisks stað! Sjóflutningar – gulrætur og asnar Nú er alveg ljóst að tregðulögmál eru mjög virk þegar eitthvað hefur viðgengist lengi og því þarf eitthvað róttækt að gerast til að breyta því. Það hlýtur það vera reiknanleg stærð hvað við- hald á vegum kostar samfélag okkar með allri þeirri þungaum- ferð sem er á vegakerfinu daglega. Rétt eins og þekkt er að auðvelt er að fá asna til að elta gulrætur þá ætti að vera hægt að fá skipafélögin til að elta bónusa fyrir að breyta skipan flutninga. (Hér er ekki verið að líkja skipafélögunum við asna!). Það mætti því hugsa sér að Vegagerð ríkisins væri falið að greiða skipafélögunum samkvæmt uppsettu bónuskerfi fyrir þau tonn sem aflétt væri af vegakerfinu. Þannig yrði sparnaður af vegasliti nýttur til að lækka vöruverð neytenda og minnka það ójafnvægi sem er hjá útflutningsfyrirtækjum eftir því hvar starfsemi þeirra á landinu er rekin. Bónus allra landsmanna er síðan betra andrúmsloft og minni hætta á slysum á vegum. Mörgum höfuðborgarbúum, sem ég hef rætt við, ofbýður öll þessi þungaumferð á vegum og tala um verulega hættu bæði við mætingu og framúrakstur. (Ólafur Bjarni Halldórsson í grein á vef Bæjarins Besta) Betra ástand en reiknað var með Frá því að Hafrannsóknastofnunin lagði til að 20% aflareglu yrði fylgt hafa komið fram sterkar vísbendingar um að ástand þorskstofnsins sé mun betra en reiknað var með. Með nokkurri einföldun má segja að við séum nú nálægt því að vera á þeim stað sem stofnunin taldi í fyrra líklegt að við yrðum á árið 2013. Mikilvægt er að fylgja varúðarnálgun við nýtingu þorsk- stofnsins. Í því sambandi er hins vegar engin ein aðferð heilög. Eitt af því sem líta ber til er mat á þeim árgöngum sem ekki eru komnir í veiðistofninn og sem betur fer lítur út fyrir að þorskárgangarnir frá 2008 og 2009 séu þokkalegir. Það er þó staða stofnsins sem skiptir höfuðmáli. Í því sambandi er ljóst að þó að við ætlum að byggja stofninn frekar upp verður engin áhætta tekin með meiri þorskveiði á næsta ári en 20% afla- regla gefur. (Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdstjóri LÍÚ, í grein á vef samtakanna) U M M Æ L I Starfstöðvar Þorlákshöfn Hafnarfjörður Hornafjörður Vestmannaeyjar Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip Starfstöðvar Þorlákshöfn Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstarvörur ásamt veiðafæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Fast þeir sækja sjóinn! Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.