Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 31
31 Þ J Ó N U S T A „Við sérhæfum okkur í að af- greiða kost um borð í fiski- skipin; mat og matartengdar vörur. Sá liður í þjónustunni hjá okkur sem hefur verið í mikilli sókn er sala á tollvör- um fyrir erlend skip og báta. Það á við um skemmtiferða- skip, ýmiskonar erlend skip önnur sem hér hafa viðdvöl, sem og fraktskip. Þetta á í raun við um öll skip sem fara frá Íslandi og koma við í er- lendri höfn. Um fimmtungur af starfsemi Ekrunnar árið um kring snýst um kostþjónustu við íslenska fiskiskipaflotann en vegna skemmtiferðaskip- anna er þessi skipakostþjón- usta langstærst hjá okkur yfir sumartímann,“ segir Jón Ingi Einarsson, sölustjóri hjá fyrir- tækinu Ekrunni. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Klettagörðum í Reykjavík og á Akureyri. Kostur frá fyrirtæk- inu er afgreiddur við skipshlið, hvar sem er á landinu. „Við bjóðum upp á heild- arlausn fyrir skipin, þ.e. að þau geta keypt í gengum okk- ur alla þurrvöru, ferskvöru og frystivöru í stað þess að leita til margra aðila. Þetta er mikil hagræðing fyrir brytann um borð sem annast innkaupin, fyrir svo utan að það er ólíkt meira hagræði af því þegar kemur að afgreiðslu á vörunni um borð að sendingin komi öll í einu og hægt sé að taka á móti öllu í einu lagi. Og síð- an er hitt að með þessum hætti verða innkaupin fyrir áhöfnina hagkvæmari,“ segir Jón Ingi en fyrirvari á af- greiðslu pöntunar hjá Ekrunni er aðeins einn sólarhringur. „Með öðrum orðum; ef ég fæ pöntun frá skipi fyrir há- degi í dag þá afgreiðum við hana héðan fyrir hádegi á morgun, annað hvort að skipshlið ef skipið er í ná- grenni við okkar starfsstöðvar eða á flutning hjá Flytjanda. Á þennan hátt erum við að veita þjónustu okkar í öllum höfnum landsins.” Klæðskerasaumum að óskum viðskiptavinarins Jón Ingi segir engin skilyrði um lágmarksmagn í innkaup- um af tilteknum vörum og þannig henti þjónusta Ekr- unnar jafnt smærri bátum sem stærri skipum. „Við klæðskerasaumum þjónustu okkar að því sem viðskiptavinurinn vill hverju sinni. Við erum með um 3000 vörunúmer í nýja vörulistan- um okkar og birgjar að baki okkur eru yfir 80 talsins,“ seg- ir Jón Ingi en stærstur hluti kostkaupa fiskiskipa hjá Ekr- unni kemur frá frystitogurun- um. Eftir efnahagshrunið svo- nefnda og hinn mikla við- snúning sem varð í gengi krónunnar segir Jón Ingi að Ekran hafi fært töluvert af sín- um innkaupum til innlendra birgja. „Við vorum að flytja inn mikið af tollfrjálsri vöru líkt og kjöti, tóbaki, áfengi og fleiri vörum áður, en frá árs- byrjun 2008 höfum við skipt alfarið við innlenda birgja. Þannig njóta mörg innlend fyrirtæki aukinna innkaupa frá okkur. Við lítum á þetta sem lóð á vogarskálina að hjálpa í leiðinni innlendum framleiðendum,“ segir Jón Ingi Einarsson, sölustjóri Ekr- unnar. Ekran selur kostinn um borð: Heildarþjónusta í boði í öllum höfnum landsins - segir Jón Ingi Einarsson, sölustjóri Jón Ingi Einarsson, sölustjóri hjá Ekrunni. Vöruhús Ekrunnar. „Við bjóðum upp á heildarlausn fyrir skipin, þ.e. að þau geta keypt í gengum okkur alla þurrvöru, ferskvöru og frystivöru í stað þess að leita til margra aðila. Þetta er mikil hagræðing fyrir brytann um borð sem annast inn- kaupin,” segir Jón Ingi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.