Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 28
28
H A F N I R
„Tekjur okkar eru farnar að
dreifast betur yfir árið en áður
var. Fyrrihluta ársins er það
loðnan, kolmunninn og síldin
á sumrin og á haustin er það
norsk-íslenska síldin fyrri
hluta þess en sú íslenska þeg-
ar lengra kemur fram á haust-
ið. Og nú bætist makríllinn við
á sumartímann. Þessu til við-
bótar dreifast bolfisklandanir
nokkuð jafnt yfir árið,” segir
Steinþór Pétursson, hafnar-
stjóri Fjarðabyggðarhafna.
Í Fjarðabyggð eru sjö hafn-
ir; þ.e. á Stöðvarfirði, Fá-
skrúðsfirði, Reyðarfirði, Eski-
firði, Norðfirði og í Mjóafirði,
sem er ein minnsta höfn
landsins. Síðan eitt stærsta
hafnarmannvirkið í sveitarfé-
laginu, höfnin á Mjóeyri við
álver Alcoa í Reyðarfirði.
Hafnarkanturinn við Mjóeyr-
arhöfn er 380 metra langur og
dýpi við hann 14,3 metrar
sem er með því mesta sem
gerist í höfnum á Íslandi. Er
stærstu flutningaskipum því
gerlegt að leggja þar að. Í
gegnum höfnina fara aðföng
og afurðir álversins auk þess
sem margvíslegir aðrir flutn-
ingar fara vaxandi. Þá hefur á
hafnasvæðinu verið að byggj-
ast upp margvísleg þjónustu-
starfsemi í tengslum við álver-
ið sem einnig nýtist sjávarút-
vegi.
Mikill afli um hafnirnar
Vægi hafna Fjarðabyggðar í
lönduðum afla á Íslandi er
mikið. Erlend fiskiskip landa
þúsundum, og stundum tug-
þúsundum tonna árlega í
Fjarðabyggð en árið 2009 var
landað tæplega 300 þúsund
tonnum í heild, eða sem
nemur 25% af aflaheimildum
í íslenskri lögsögu. Steinþór
segir þessar tölur undirstrika
hveru snar þáttur sjávarútveg-
urinn er í Fjarðabyggð og
hafnirnar lífæð samfélagsins.
Uppistaðan í þessum afla er
uppsjávarafli, eins og áður
segir.
„Umferð um hafnirnar í
Fjarðabyggð hefur aukist tals-
vert á síðustu misserum, því
útgerðir og skipstjórnarmenn
kunna vel að meta þá fjöl-
þættu þjónustu sem hér
býðst. Hafnaraðstaðan er eins
og best verður á kosið og hér
eru einnig öflug netaverk-
stæði, smiðjur, löndunarþjón-
usta, frystigeymslur og raunar
allt sem sjávarútvegurinn kall-
ar eftir,“ segir Steinþór.
Kynningarstarf hafið á
skemmtiferðaskipamarkaði
Hafnir Fjarðabyggðar hafa
tekið þátt í sameiginlegri
markaðssetningu íslenskra
hafna gagnvart erlendum
skemmtiferðaskipum og tóku
í fyrsta skipti þátt í slíkum
kynningum erlendis síðastlið-
ið haust. Markmiðið er að
byggja upp þjónustu við
skemmtiferðaskipin á Eskifirði
og segir Steinþór að unnið
hafi verið að verkefninu í
samvinnu við aðrar stofnanir
sveitarfélagsins og hagsmuna-
aðila í ferðaþjónustu á svæð-
inu.
„Enn sem komið er höfum
við ekki fengið svörun á
þessa vinnu en okkur er sagt
að búast megi við að það taki
nokkur ár að komast í kast-
ljósið með nýjan áfangastað.
Við höldum því áfram þessu
kynningarstarfi nú í ár og
vonumst eftir að fara að sjá
fyrstu viðbrögð á næsta ári.
Eskifjörður er vel staðsettur
gagnvart þjónustu við
skemmtiferðaskipin og miklir
möguleikar í ferðum bæði
innan sveitarfélagsins og víð-
ar,” segir Steinþór.
Miklu magni af fiski landað í höfnum Fjarðabyggðar:
Fjórðungur af úthlutuðum afla-
heimildum um hafnirnar árlega
Steinþór Pétursson með Mjóeyrarhöfn í baksýn.
Nótabryggjan á Neskaupstað.