Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 8
8 Á það reyndi í svokölluðu Vat- neyrarmáli, sbr. Hrd. 2000, bls. 1534 (mál nr. 12/2000), hvort meginreglur um úthlutun aflaheimilda stæðust grund- vallarreglur stjórnarskrárinnar um jafnræði fyrir lögum1), sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, og vernd atvinnufrelsis2) , sbr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Í því máli var einnig látið á það reyna hvort það fyrirkomulag stæðist atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að ráðherra tæki ákvörðun um leyfilegan heildarafla hvers fiskveiðiárs eða veiðitímabils. Í Fagra- múlamálinu, sbr. Hrd. 2003, bls. 1176 (mál nr. 473/2002) og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007 í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn ís- lenska ríkinu nr. 1306/2004, var m.a. tekist á um það hvort reglur um myndun aflaheim- ilda í íslenska fiskveiðistjórn- kerfinu gengu í berhögg við 26. gr. alþjóðlegs samnings um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi.3) Í þessari grein verður fjallað um þessi mál.4) Málavextir í Vatneyrarmálinu Málavextir í Vatneyrarmálinu voru þeir að áhöfnin á Vat- neyri BA 238 hafði stundað þorskveiðar án tilskilinna aflaheimilda um miðjan febrúar 1999. Skipstjóri skips- ins og forsvarsmaður útgerð- arfélagsins, sem átti skipið, voru ákærðir fyrir fiskveiði- lagabrot. Hinir ákærðu héldu því m.a. fram að 3. gr. þágild- andi laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, um heimild ráð- herra til að ákveða árlegar aflatakmarkanir, stæðist ekki atvinnufrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar um lagaáskilnað. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur féllust á þessa málsvörn og töldu ákvæðið samrýmast atvinnufrelsisá- kvæðinu. Hinir ákærðu héldu því einnig fram að úthlutanir aflaheimilda til útgerða skipa á tilteknum tímabilum brytu í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar og atvinnu- frelsisákvæði hennar. Héraðs- dómur féllst á þessar rök- semdir ákærðu og reisti nið- urstöðuna á rökum Hæstarétt- ar í veiðileyfamálinu.5) Af alls sjö dómurum í Hæstarétti, sem höfðu Vat- neyrarmálið til meðferðar, töldu fimm þeirra að lagaregl- ur um þetta síðastnefnda efni stæðust grundvallarreglur um jafnræði, bæði í skilningi 65. gr. og 75. gr. stjórnarskrárinn- ar. Á þessum forsendum voru hinir ákærðu sakfelldir. Af þessum fimm dómurum skil- aði einn þeirra sératkvæði en hann rökstuddi niðurstöðu sína á öðrum forsendum en þeir fjórir sem mynduðu meirihlutann. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði þess efnis að reglur um úthlutun afla- hlutdeildar og aflamarks brytu í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og það jafnræði sem gæta þyrfti við takmörkun á atvinnufrelsi. Þrátt fyrir ágreining um niðurstöðu málsins voru allir dómarar sammála um að við úrlausn ágreiningsefnisins væri „óhjákvæmilegt að taka til skoðunar hvernig staðið hefur verið að takmörkunum á leyfilegum heildarafla í botnfiski og á hvaða grund- velli úthlutun aflaheimilda vegna slíkra takmarkana hef- ur verið reist“, sbr. lokamáls- grein III. kafla atkvæðis meiri- hluta dómara sem og atkvæði þeirra dómenda sem skiluðu sératkvæði.6) Samkvæmt til- vitnuðum ummælum er það undirstöðuatriði að staðreynd- ir um myndun þessara rétt- inda séu lagðar til grundvallar þegar meta á hvort lagareglur um efnið standist annars veg- ar ákvæði stjórnarskrár um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar jafnræðisákvæði hins alþjóðlega samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Röksemdir fyrir niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu Rökstuðningur þeirra fjögurra dómenda sem mynduðu meirihluta Hæstaréttar í Vat- neyrarmálinu var ítarlegur. Meirihlutinn taldi að munur væri annars vegar á þeim lagareglum sem tóku af skar- ið um úthlutun veiðileyfa í at- vinnuskyni fyrir uppkvaðn- ingu veiðileyfadómsins í desember 1998 og hins vegar þeim lagareglum sem höfðu mælt fyrir um myndun afla- heimilda einstakra fiskiskipa. Þessi munur var talinn felast í því að veiðileyfum í atvinnu- skyni hafi verið úthlutað óháð því hvort nauðsynlegt væri að grípa til heildaraflatakmark- ana í einstökum tegundum nytjastofna. Í tegundum þar sem leyfilegur heildarafli væri takmarkaður hafi því upphaf- leg útdeiling aflaheimilda ver- ið reist á meiri nauðsyn en þegar almennum veiðileyfum í atvinnuskyni hafi verið skipt án tillits til þess hvort nauð- syn hafi borið til að takmarka leyfilegan heildarafla. Það var því mat meirihlutans að út- deiling veiðileyfa í atvinnu- skyni hefði lokað aðgangin- um að atvinnugreininni með ómálefnalegum hætti en það ætti ekki við þegar litið væri til reglna um útdeilingu afla- heimilda. Meirihlutinn taldi að skipt- ing aflaheimilda hefði verið miðuð við þá sem stunduðu útgerð í atvinnuskyni á til- teknu tímabili og þótt löggjaf- inn hafi getað valið aðra kosti í þessu efni þá samrýmdist þetta löggjafarval grundvallar- reglu stjórnarskrárinnar um jafnræði fyrir lögum. Þannig taldi rétturinn að þegar litið væri til þeirra hagsmuna af atvinnu og fjárfestingum, sem bundnir voru sjávarútvegi, og til reynslu og þekkingar því samfara, yrði að telja að það hafi verið samrýmanlegt jafn- ræðisrökum að deila tak- mörkuðum heildarafla milli skipa, sem þá stunduðu við- komandi veiðar. Var því ekki fallist á að undirstöður þeirrar stefnumótunar, að miða afla- hlutdeild skipa við veiði- reynslu þeirra, væri ómálefna- leg og hafi þannig leitt til mismununar í andstöðu við grunnreglu stjórnarskrárinnar um jafnræði. Það var einnig mat meiri- hlutans að sú skipan, að afla- heimildir væru varanlegar og framseljanlegar, styddist að auki við þau rök að með þessu væri mönnum gert kleift að gera áætlanir um starfsemi sína til lengri tíma og auka eða minnka afla- heimildir sínar í einstökum tegundum eftir því, sem hent- aði hverju sinni. Væru fisk- veiðistjórnlögin að þessu leyti Af Vatneyri og Fagramúla F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N „Í hnotskurn snerust Vatneyrar- og Fagramúlamálin um hvort takmarka mætti fisk- veiðar í atvinnuskyni með þeim hætti sem gert hafði verið og þá sérstaklega hvort skilgreina mætti framseljanlegar aflaheimildir einstakra útgerðaraðila með hliðsjón af veiðireynslu þeirra á afmörkuðum tímabilum. Álitaefnið laut því öðrum þræði að því hvort löggjafinn hafi hannað fiskveiðistjórnkerfi þar sem ákveðnir aðilar hafi fengið að njóta óeðlilega mikils ávinnings á kostnað hagsmuna annarra.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.