Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 16
16
F I S K V E I Ð A R
„Ég reikna með að við verðum
á síld og makríl til skiptis í
sumar og alveg fram á haust-
ið,“ segir Gunnþór Ingason,
framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar í Neskaupstað.
Þrjú skip eru þessa dagana að
landa til vinnslu hjá fyrirtæk-
inu. Þau eru á makrílveiðum
fyrir austan land; þ.e. Beitir
NK, Börkur NK og Bjarni Ól-
afsson AK. Byrjað var á síld-
veiðum í lok maí, síðan var
tekið stopp í kringum sjó-
mannadaginn. Eftir sjómanna-
dag fóru skipin í síld og skiptu
svo yfir á makríl.
Síldarvinnslan er með alls
um 40 þúsund tonna kvóta í
sumarsíldinni og 11 þúsund
tonn í makríl. Síldarmiðin eru
austur af landinu en miðin
þar sem makríllinn heldur sig
eru djúpt suðaustur af land-
inu.
„Það fer eftir ástandi fisks-
ins hvað við veiðum hverju
sinni. Við erum að taka
megnið af aflanum til vinnslu
hér í Neskaupstað. Núna er-
um við að frysta það sem við
getum úr aflanum en það
sem ekki hentar til frystingar
fer til mjöl- og lýsisvinnslu.
Þegar fer að líða á sumarið
og fiskurinn verður feitari má
vera að meira magn fari til
mjöl- og lýsisvinnslu. Öll okk-
ar vinnsla frá degi til dags
stjórnast af því að reyna há-
marka verðmæti þeirra heim-
ilda sem við höfum úr að
spila. Útlit á mörkuðum er
þokkalegt þó verð mættu
vera sterkara í erlendri mynt,”
segir Gunnþór.
Viljum gera mikið úr aflanum
Hjá HB Granda hf. var byrjaði
í sumarsíldinni í byrjun júní.
„Byrjunin lofar góðu og við
erum bjartsýnir,“ sagði Vil-
hjálmur Vilhjálmsson sem er
deildarstjóri uppsjávarfisks hjá
fyrirtækinu þegar haft var
samband við hann. Þrjú skip
voru í síldinni; Lundey RE,
Ingunn AK og Faxi RE en
helgina eftir þjóðhátíðardag-
inn snéru menn sér að makr-
ílnum. Allur aflinn fer í
vinnslustöð HB Granda á
Vopnafirði sem þar hefur ver-
ið byggð upp á síðustu árum.
„Við viljum gera mikið úr
aflanum og stefnum að því að
sem allra mest fari í mann-
eldi,“ segir Vilhjálmur sem
reiknar með að floti fyrirtæk-
isins verði á þessum veiðum
fram í september. Hafi fyrir-
tækið enda úr allmiklum
kvóta að spila; það er 28 þús-
und tonnum af síld og 15
þúsund tonnum af makríl.
Þetta telur Vilhjálmur að eigi
að duga til hausts en eftir það
sé staðan óljós, enda hafi lítill
síldarkvóti verið gefinn út
vegna sýkingar í fiskinum og
alsendis sé óvíst nú hverjar
aflaheimildir í loðnu verði á
nýju ári.
Spurning um hráfefnið og
afurðamarkaðinn
Þrjú skip Ísfélagsins í Vest-
mannaeyjum hafa að undan-
förnu verið á makríl- og síld-
veiðum, það er Júpíter ÞH,
Þorsteinn ÞH og Guðmundur
VE. Aflinn hefur farið til
vinnslu í Vestmannaeyjum
auk þess sem aflinn er unn-
Síld- og makrílveiðar hjá stóru útgerðunum í allt sumar:
Viljum sem allra mest í manneldi
- segir Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá HB Granda
Bjarni Ólafsson AK.
Nýbyggð uppsjávarvinnsla HB-Granda á Vopnafirði er meðal tæknivæddustu
vinnslna landsins.