Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 13
13 L O Ð N U S T O F N I N N þetta 530 þús. tonn og gaf sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið út 130 þús. tonna aflamark samkvæmt þessum mælingum. Hrygningarstofninn rösk 400 þúsund tonn Á tímabilinu 8.-18. febrúar var loðnan mæld aftur á svæði frá Norðausturlandi vestur að Reykjanesi. Árni Friðriksson hóf mælingar norðnorðaustur af Langanesi og mældi loðnu suður undir Berufjarðarál og síðan vestur með landi að Reykjanesi. Í þessari mælingu mældust 397 þús. tonn. M/S Börkur, sem útbúinn var með kvörðuð tæki til mælinga, mældi 113 þús tonn af loðnu á Eyrarbakkabug 8. feb. Er mælingu lauk var loðnan sem Börkur mældi komin inn á Faxaflóa og því reyndist ekki unnt að mæla þann hluta á Árna Friðrikssyni. Samtals mældu því Árni Friðriksson og Börkur 510 þús. tonn. Á þessum tíma var búið að veiða um 40 þús. tonn sem nánast allt var veitt úr göng- unni sem komin var inn á Faxaflóa. Mælingar að við- bættum afla gáfu því um 550 þús. tonna veiðistofn og að tillögu Hafrannsóknastofnun- arinnar ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að auka aflamarkið um 20 þús. tonn þannig að heildarafla- markið fyrir vertíðina 2009/10 var 150 þús. tonn. Áætluð stærð hrygningar- stofns í lok vertíðar 2009/2010 var um 402 þús. tonn. Mynd 3. Mældur fjöldi eins árs loðnu að hausti árin 1981-2009. Mynd 4. Stærð veiðistofns 1. janúar og stærð hrygningarstofns (þús. tonna) á hrygningartíma á vertíðunum 1978/79-2009/10.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.