Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 29
29
H A F N I R
Aðstaða bætt og aukin fyrir
smábátana
Uppbygging hafnarinnar á
Mjóeyri var mikið átak og þar
er komin mjög öflug vöruflut-
ingahöfn til framtíðar. Stein-
þór segir að nú sé röðin
komin að við smærri nýfram-
kvæmda- og viðhaldsverkefn-
um.
„Nú erum við að horfa á
viðhald, bæta umhverfi og
leggjum sérstaka áherslu á að
bæta aðstöðu í smábátahöfn-
unum. Við erum bæði að
endurnýja gamlar flotbryggjur
og bæta við, enda hefur smá-
bátum farið fjölgandi vegna
aukinnar skemmtibátaeignar
og svo hefur strandveiðikerfið
líka ýtt undir fjölgun báta. Á
þessu ári munum við setja
bryggjur á Norðfjörð, Eski-
fjörð og Stöðvarfjörð auk þess
sem nú er að fara í gang
stækkun á smábátahöfninni á
Reyðarfirði,” segir Steinþór en
þessu til viðbótar hefur verið
unnið að viðleguköntum á
bæði Eskifirði og Norðfirði.
Vöruflutningahöfnin á Mjó-
eyri reynist hið besta og
gegnir sínu hlutverki hvað
varðar bæði aðföng og út-
skipun frá álveri Alcoa. „Al-
mennir vöruflutningar eru
hins vegar eins og annars
staðar nokkru minni en áður
sökum samdráttar í þjóðfélag-
inu en við búum vel að því
að hafa yfir þessu mannvirki
að ráða í framtíðinni,” segir
Steinþór Pétursson, hafnar-
stjóri í Fjarðabyggð. Eskifjörður og Eskifjarðarhöfn.