Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 9
9 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N reist á því mati, að sú hag- kvæmni, sem leiddi af varan- leika aflaheimilda og heimild- um til framsals þeirra, myndi tryggja arðbæra nýtingu fisk- stofna fyrir þjóðarbúið í sam- ræmi við markmið 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. Málavextir og lagarök í Fagra- múlamálinu Málavextir í Fagramúlamálinu voru þeir að tveir menn höfðu starfað sem sjómenn á fiskiskipum á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. októb- er 1983. Annar þeirra var skipstjóri en hinn bátsmaður. Einkahlutafélag, sem m.a. var í þeirra eigu, Fagrimúli ehf., keypti fiskiskip í mars 1998. Aflaheimildir fylgdu ekki skipinu. Rekstur Fagramúla ehf. gekk illa7) og í september 2001 stunduðu þeir atvinnu- veiðar á þorski, ýsu, steinbít og skarkola án tilskilinna afla- heimilda. Þeir voru ákærðir fyrir fiskveiðilagabrot og byggðist vörn þeirra m.a. á því að úthlutun aflahlutdeild- ar bryti í bága við jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar og at- vinnufrelsisákvæði hennar. Þeir voru sakfelldir fyrir fisk- veiðilagabrot með vísan til Vatneyrardóms Hæstaréttar, sbr. Hrd. 2003, bls. 1176 (mál nr. 473/2002). Mennirnir tveir skutu kvörtun til Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Málflutningur þeirra fyrir nefndinni byggðist á því að úthlutun aflaheimilda hefði búið til forréttindahóp á ómálefnalegum forsendum og slíkt bryti í bága við almenna jafnræðisreglu alþjóðlegs samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. 26. gr. samningsins. Forsenda kvörtunarinnar var að úthlut- un aflaheimilda hefði verið lítt breytt síðan árið 1984 og slíkt bryti gegn þeirri yfirlýs- ingu laga að fiskveiðiauðlind- in væri sameign íslensku þjóðarinnar.8) Meirihluti Mannréttindanefndarinnar lagði til grundvallar að úthlut- un aflaheimilda hafi verið reist á veiðireynslu útgerða fiskiskipa á tímabilinu 1. nóv- ember 1980 til 31. október 1983. Nefndin taldi að afla- heimildir hafi hægt og sígandi orðið að ótímabundnum og framseljanlegum verðmætum. Enginn nýr aðili hafi getað fengið aflaheimildir nema með kaupum við þá sem fengu þær í upphafi. Slíkt taldi nefndin ósanngjarnt með tilliti til þeirrar yfirlýsingar, sem hún taldi vera að finna í lögum um stjórn fiskveiða, að fiskimiðin umhverfis Ísland væru sameign íslensku þjóð- arinnar.9) Að mati nefndarinn- ar áttu mennirnir tveir rétt á skaðabótum og að íslenskum stjórnvöldum bæri að endur- skoða fiskveiðistjórnkerfið. Í svari íslenska ríkisins til nefndarinnar, eftir að álitið lá fyrir, sbr. bréf þáverandi sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra til nefndarinnar, dags. 6. júní 2008, var ekki fallist á að greiða sjómönnunum tveim bætur en gert ráð fyrir að við endurskoðun fiskveiði- löggjafarinnar yrði horft til þeirra sjónarmiða sem nefnd- in hafði haft uppi.10) Í fram- haldinu lýsti Mannréttinda- nefndin því yfir að málinu væri í reynd lokið af sinni hálfu. Ályktanir Í hnotskurn snerust Vatneyr- ar- og Fagramúlamálin um hvort takmarka mætti fisk- veiðar í atvinnuskyni með þeim hætti sem gert hafði verið og þá sérstaklega hvort skilgreina mætti framseljan- legar aflaheimildir einstakra Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Skoðanir sem kunna koma fram í greininni lýsa viðhorfum höf- undar en ekki stofnunarinnar. Helgi Áss Grétarsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.