Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 18
18 M A K R Í L V I N N S L A „Sjómennirnir þurfa að leggja mjög mikið á sig til að koma þessu hráefni heilu í land. Á þessum árstíma er sjávarhiti hér fyrir sunnan land um 13 gráður, fiskurinn að éta og fitna og þar af leiðandi er hann fullur af átu. Lykillinn að því að hráefnið sé hæft til vinnslu er að skipin taki lítinn afla í einu og að sjómönnun- um takist kæla aflann sem hraðast niður,“ segir Björn Brimar Hákonarson, fram- leiðslustjóri hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum um makríl- vinnslu fyrirtækisins þessar vikurnar. Fyrsti makríllinn kom til vinnslu hjá Ísfélaginu þann 10. júní síðastliðinn en nú er makríll í fyrsta skipti unninn í umtalsverðu magni hjá Ísfé- laginu til manneldis. Uppsjávarskipin Júpíter, Álsey og Þorsteinn hafa verið að makrílveiðum fyrir vinnslu Ísfélagsins en í tveimur fyrr- nefndu skipunum eru RSW sjókælikerfi en krapakerfi um borð í Þorsteini. Þessi búnað- ur er lykilatriði í því að koma makrílnum vinnsluhæfum í land en þegar í vinnsluna er komið er aflinn um og undir frostmarki. „Bátarnir eru ekki að taka meira en 100 tonn í senn, toga ekki lengur en 4-5 tíma og koma síðan með 2-300 tonn í land í einu. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja gæðin á hráefninu. En mér er óhætt að segja að þetta hafi gengið vel hingað til í sumar,“ segir Björn Brimar. Viðkvæmara hráefni en síldin Í vinnslu Ísfélagsins er makr- íllinn hausaður og slógdreg- inn. Síðan er fiskurinn frystur í pönnur. „Að vissu leyti er þetta svipað hráefni og síldin en samt ennþá viðkvæmara. Þegar lengra kemur fram á sumarið og haustið er okkur sagt að átan hverfi úr fiskin- um og þá er hann hæfur í heilfrystingu. En í raun erum við að fikra okkur áfram með hráefni sem við þekkjum ekk- ert til. Við fengum prufufarma inn í vinnslu í fyrra þannig að það mætti orða það svo að við séum í þróunarferlinu í sumar. Og vonandi verður framhald á veiðunum og vinnslunni fram eftir haust- inu,“ segi Björn Brimar en makríllinn sem veiðist núna er um og undir 400 grömm- um að stærð að jafnaði. „Við frystum makríl allt síðasta sumar á Þórshöfn en þetta er í fyrsta skipti sem einhver kraftur er í vinnslu á þessum fiski hér í Eyjum,” bætir hann við en til viðbótar við vinnslu makrílsins í landi hefur frystiskip Ísfélagsins, Guðmundur VE, verið á makrílveiðum síðustu ár og fryst um borð. Sú vinnsla seg- ir Björn Brimar að gangi vel. Makríllinn kærkominn viðbót í vinnslu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum: Erum á hverjum degi að læra eitthvað nýtt um þetta hráefni - segir Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóri Unnið er allan sólarhringinn í makrílvinnslunni. Þetta er kærkomin vinna fyrir margt skólafólk í Eyjum en um 50 manns starfa við frystinguna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.