Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 15
15
„Stórkaup var á sínum stofn-
að sem skipaverslun en því til
viðbótar erum við í dag að
þjónusta stærri mötuneyti,
veitingastaði og verslanir. En
líkt og í upphafi er sjávarút-
vegurinn grunnurinn í okkar
starfsemi í dag,” segir Jón
Ingvar Bragason, rekstrarstjóri
hjá birgðaversluninni Stór-
kaupum. Fyrirtækið byrjaði
sem skipaverslun árið 1996,
en árið 2001 flutti það í Faxa-
fen 8 og opnaði þar glæsilega
verslun. Jón Ingvar segir að
þannig hafi þjónustan vaxið
og eflst á þessum tíma og að
nú þjóni Stórkaup fyrirtækjum
af öllum stærðum og gerðum,
enda viðkvæðið að enginn sé
of stór og enginn of lítill fyrir
Stórkaup.
Sent hvert á lands sem er
„Þjónustan við skipin gengur
þannig fyrir sig að kokkarnir
um borð senda hingað inn
pantanir og við sjáum til þess
að kosturinn sé allur kominn
að skipshlið í tæka tíð. Og
gildir þá einu hvar á landinu
skipið er því við höfum gott
samstarf við landflutningafyr-
irtækið Flytjanda um flutn-
ingaþjónstu,” segir Jón.
Jón segir að Stórkaup
þjónusti margar af stærri út-
gerðum landsins, svo sem HB
Granda og Vísi. „Við teljum
að með því að versla hjá okk-
ur spari útgerðirnar mikinn
tíma og fyrirhöfn enda þurfa
þær þá ekki að eiga við
marga birgja heldur geta gert
heildarinnkaup á einum stað.
Við höfum aðgang að 8 þús-
und vörunúmerum sem telja
nýlenduvörur, ávexti og
grænmeti, kjötvörur, hreinlæt-
isisvörur o.s.frv. Á bak við
okkur er vöruhús Aðfanga,
stærsta vörhús landsins og í
gegnum þá tengingu seljum
við vörur frá öllum helstu
heildsölum landsins,” segir
Jón. Þessu öllu til viðbótar
annast Stórkaup þjónustu við
sjoppurnar um borð í stærri
skipunum sem gjarnan eru
reknar af starfsmannafélögum
skipanna.
Verðið samkeppnisfært við
Bónus
Jón segir að í þessari þjón-
ustu sé mikil samkeppni. „Við
teljum okkur geta boðið við-
skiptavinunum mikla breidd í
vörum og þjónustu. Sömu-
leiðis lágt verð á vörum mið-
að við þennan markað í dag.
Við tókum upp þá stefnu fyrir
einu ári að miða okkur við
Bónus og erum þannig orðin
mjög samkeppnisfær í verð-
um. Þetta getum við í ljósi
þeirrar aðstöðu að hafa vöru-
hús Aðfanga að baki okkur
og við viljum að viðskiptavin-
ir okkar njóti þeirrar aðstöðu
með innkaupum hjá okkur.
Síðan flytjum við líka vörur
beint frá erlendum birgjum,
gerum samninga við innlenda
framleiðendur og þannig
vinnum við á skipulegan hátt
í því að fá bestu kjör hverju
sinni. Vissulega snýst sam-
keppnin líka um þjónustu en
verðið er auðvitað aðal málið,
enda kosturinn verulega hár
kostnaðarliður fyrir útgerðina
og sjómenn,” segir Jón Ingv-
ar.
Í dag starfa 17 manns hjá
Stórkaupum.
Birgðaverslunin Stórkaup:
Leggjum upp úr þjónustu
og lágu vöruverði
- segir Jón Ingvar Bragason, rekstrarstjóri
Þ J Ó N U S T A
Jón Ingvar Bragason, rekstrarstjóri hjá Stórkaupum.
Í Stórkaupum er hægt að fá allt til alls í mat- og rekstrarvöru fyrir skipin.