Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 19
19
Nægir markaðir
Hausaði makríllinn fer í
áframvinnslu í Austur-Evrópu
en Björn Brimar segir að mun
stærri markaður sé fyrir heil-
frysta fiskinn. „Menn vilja
makrílinn frekar heilfrystann
og heilt yfir virðist okkur að
nægur markaður sé fyrir
þessa afurð. En allt er þetta
mjög nýtt fyrir okkur þannig
að við getum ekki talað af
mikilli reynslu enn sem kom-
ið er. Þetta sumar verður von-
andi góður skóli fyrir okkur
fyrir framtíðina í veiðum og
vinnslu á makríl. Við erum að
læra á hverjum degi. Síðan
verður tíminn líka að leiða í
ljós hvernig makríllinn hegðar
sér hér í lögsögunni - það
skiptir auðvitað mestu um
framtíð veiðanna,” segir
hann.
Unnið er allan sólarhring-
inn í vinnslunni hjá Ísfélag-
inu, þegar nægur afli berst að
landi. „Við erum með um 50
manns allt í allt á tveimur
vöktum. Margt af þessu er
skólafólk sem ekki hefði að
svona mikilli vinnu að ganga
að ef makríllinn væri ekki.
Þannig að makríllinn kemur
öllum vel og er kærkomin
viðbót því sumrin hafa að
undanförnu verið mjög róleg
hjá okkur í frystingunni,” seg-
ir Björn Brimar Hákonarson,
framleiðslustjóri hjá Ísfélaginu
í Vestmannaeyjum.
M A K R Í L V I N N S L A
Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Myndir: Óskar Friðriksson
Mjög mikilvægt er að hreinsa átuna úr makrílnum en þegar líður á sumarið eða
haustið verður skipt yfir í heilfrystingu.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Háþrýstidælur
Vinnuþjarkar ætlaðir til
daglegra nota
HD 10/25-4 S
■ Vinnuþrýstingur
30-250 bör
■ 500-1000 ltr/klst
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
■ Vinnuþrýstingur
30-160 bör
■ 230-600 ltr/klst
■ 15 m slönguhjól
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%